Norðurljósið - 01.01.1976, Qupperneq 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
bara stendur þú, situr eða liggur á þessu fyrirheiti Drottins,
hvað sem öllum orðum Satans og tilfinningum þínum líður.
Þegar svo Drottinn sér, að tíminn er kominn til að gefa þér frið
og sælu í hjartað, þá kemur þetta, ef það kemur ekki undir eins.
En orði hans einu verður þú að treysta, en ekki nokkru öðru.
Það er mjög umdeilt mál, hvort Kristur bar sjúkdóma okkar
á krossinum eins og syndirnar. Ég fer ekki út í þá sálma hér.
En ég vil benda þér á, að postulinn Páll talar um sjúkleika sinn í
Gal. 4.13. Var hann ekki frelsaður, af því að hann var sjúkur?
Tímóteus átti að neyta lítils eins af víni vegna magans og tíðra
veikinda: Var hann ekki frelsaður, fyrst hann var tíðum veikur:
Trófímus var skilinn eftir sjúkur í Míletus. Epafródítus varð
sjúkur, aðframkominn að dauða. Voru allir þessir Guðs þjónar
ófrelsaðir, af því að þeir voru eða urðu sjúkir? Trúi því hver,
sem vill.
2.
Ég þakka þér fyrir bréfið frá 15. þ. m. ásamt 10 kr. fyrir frí-
merki. Ég þakka þér þessa hugulsemi.
Ég þakka þér líka þær upplýsingar, sem þú gefur mér um
afturhvarf þitt. Þú segir, að syndaneyðin í hjarta þínu hvarf
ekki, þegar þú trúðir, að þú værir frelsuð. Þetta er dálítið ein-
kennilegt, ef þú hefir verið frædd úr orði Guðs um það, sem
biblían segir. Hún segir: „Hegningin, sem vér höfðum til unnið,
kom niður á honum.“ „Drottinn lét misgerð vor allra koma niður
á honum.“ (Jes. 53.5, 6.). Hún segir ennfremur: „Hann bar
sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér
skyldum, dánir frá syndum, lifa réttlætinu.“ (1 Pét. 2.24.). Hún
segir enn: „Meðan vér enn vorum óstyrkir, dó Kristur á tiltekn-
um tíma fyrir óguðlega.“ „Guð auðsýnir kærleika sinn til vor,
þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í synd-
um vorum.“ (Róm. 5.6., 8.). Var þér bent á þetta, þegar þú
leitaðir Krists? Var þér sagt, að Guð tók sérhverja synd þína og
lagði hana á Krists líkama, þegar hann bar þær upp á tréð? Það,
sem Guð hefir tekið af þér og lagt á Krist, getur ekki hvílt á þér
lengur. Þekkir þú ekki orðin: „Ef vér játum syndir vorar, þá er
hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og
hreinsar oss af öllu ranglæti.11 (1 Jóh. 1.9.). Eins og einn pré-
dikari sagði: „Þú leggur til syndarann, en Guð leggur til frelsar-
ann.“ Þegar frelsarinn tekur syndir syndarans á sig, hvíla þær
ekki framar á syndaranum. Yfir þessu má hann gleðjast og fagna