Norðurljósið - 01.01.1976, Page 183

Norðurljósið - 01.01.1976, Page 183
NORÐURLJÖSIÐ 183 að Arthur Gook dvaldi á Englandi veturinn 1923 — 1924. Hélt hann þar uppi að venju kynningarstarfsemi um ísland og ís- lenzka þjóð. Ritstjóri nokkur bað hann um grein um ísland í blað sitt og fékk hana. I greininni gat A. G. þess, að ísland þyrfti flestum löndum fremur að fá „Radiotæki“ til að bæta úr samgönguleysinu og öðrum erfiðleikum. Grein þessi vakti miklu meiri athygli en A. G. hafði búizt við. Ekkja nokkur auðug skrifaði honum og bauðst til að leggja fram nokkurt fé til þess fyrirtækis, að slík stöð yrði reist hér á íslandi. Fleiri gjafir bárust, því að margir vildu styðja þessa viðleitni, að íslendingar fengju útvarp. Ákvað Arthur Gook að hefjast hana um framgang þessa máls. Þá var svipast um eftir manni, sm reist gæti slíka stöð. Ungur maður, F. L. Hogg, sem fyrstur áhugamanna (amatöra) á Bret- landi hafði smíðað tæki, sem hægt var að tala til Kanada með, tók að sér að koma stöðinni upp á Akureyri og að sjá um til- búning hennar áður. Hugsjón Arthurs Gooks var, að ókeypis viðtökutæki yrðu sett upp víða um land í samkomuhúsum, svo að fóllc gæti safnazt þar saman, ef það vildi, og hlýtt á guðsþjónustur hjá honum á sunnudögum. En daglega átti að flytja fréttir, fyrirlestra, hljóð- færaslátt og opinberar tilkynningar, ef stjórnin óskaði þess. Hann sótti síðan um útvarpsleyfi til þáverandi ríkisstjórnar, sem vildi ekki eiga við að veita honum leyfi, en vísaði málinu til alþingis. Þingið komst að þeirri niðurstöðu, að stjórnin gæti veitt leyfið, þar sem A. G. færi ekki fram á neitt sérleyfi. Síðast í apríl eða fyrst í maí 1925 veitti svo ríkisstjórnin Arthur Gook leyfisbréf til að reka útvarpsstöð á Akureyri. „Skilyrði leyfisbréfsins eru mjög sanngjörn,“ segir hann í maí- júní blaði Nlj. 1925, „og er allt útlit fyrir, að gott samkomulag haldist við alla, sem hlut eiga að máli.“ Eitt ákvæði var þó í leyfisbréfinu, sem naumast gat talizt sanngjarnt, að minnsta kosti var það varhugavert að dómi annars en A. G. Leyfið mátti endurkalla fyrirvaralaust. Var A. G. bent á þetta, en hann sagði, að það kæmi ekki til nokkurra mála, að leyfið yrði endurkallað, þegar búið væri að veita það. Nú var hafizt handa í Bretlandi að útvega allt til stöðvarinnar og að setja hana saman þar, svo að hún yrði reynd, áður en hún væri flutt til Islands. Kom þá brátt í Ijós, að hún kostaði meira fé en við var búizt. Gekk sjóður sá, er kominn var, til þurrðar, svo að verkið gat ekki haldið áfram, unz meira fé kom í hann.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.