Áramót - 01.03.1908, Side 41
45
una í letur. Enda hafði þetta tiltæki Melanktons
hin ömurlegustu eftirköst og varð honum sjálf-
um til mestu mæðu í ellinni. Og er liann var fall-
inn frá, liófust deilur miklar innan lútersku kirkj-
unnar út af misskilningi þeim, er breytingar
Melanktons voru valdar að. Kom það meðal
annars fram á fundi höfðingjanna í Naumborg
(1561), þar sem Friðrik kjörfursti III., sem
gengið hafði úr liði lúterskra manna og inn í end-
urbættu kirkjuna vegna skoðunar hans á kvöld-
máltíðar-sakramentinu, har fyrir sig „Variata“
Melanktons og réttlætti sig með lienni. Lá við
sjálft, að færi fyrir lútersku kirkjunni eins og
hinni endurbættu, að hún klofnaði og skiftist í
óteljandi deildir sökum ólíkra og óákveðinna
játninga. En eftir langt stríð fékk liin upphaflega
Ágsborgarjátning einka-viðurkenningu og var
víggirt um aldur og æfi með ákvæðum þeim, sem
gerð eru í „Konkordíu-formúlunni“, lengsta
játningarriti lútersku kirkjunnar frá 16. öld.
Þótt breyting Melanktons á Agshorgarjátn-
ingunni og ístöðuleysi hans á efri árum, einkum
eftir að Lúter var fallinn frá, varpi skugga
nokkrum á líf þessa merka manns, skyldi þess þó
ávalt minst, að hann samþykti hiklanst og marg-
undirskrifaði Ágsborgarjátninguna frá 1530
löngu eftir að „hreyting“ hans frá 1540 kom út.
Sjálfsagt hefir hann harmað það mjög, að hann
varð til að baka kirkju sinni stríð. Melankton er
lifandi dæmi þess í kirkjusögunni, að sá ber aldr-
ei sigur úr bvtum, sem frið vill semja við and-
stæð öfl. Hann óttaðist ófrið. En það, „sem
helzt nú varast vann, varð þó að koma vfir