Áramót - 01.03.1908, Blaðsíða 128
132
verið takmörkuð. Þetta kunna menn að segja að
komi í bága við það, sem sagt er í nýja testament-
inu, þar sem hann bæði veit það, sem er að ske
og öðrum er liulið, t. d. hugrenningar manna, og
eins segir fyrir óorðna hluti. Þeirri mótbáru,
sem auðvitað hefir verið haldið fram í þessu
efni, skal eg svara þessu: 1 fyrsta lagi er það
skýrt tekið fram í guðspjöllunum, að hann hafi
ekki vitað um sumt, sem hafði skeð og átti að
ske; á nokkur dæmi þess hefi eg áður bent, eins
og t. d. það, að hann veit ekki hvenær djöfulóði
drengurinn veiktist, eða hvar legstaður Lazarus-
ar var, eða livenær dómsdagur kemur; enn frem-
ur, að Lúkas segir, að „Jesús þroskaðist að
vizku‘ ‘; þetta sýnir, að um alvizku getur ekki
verið að ræða hjá honum á holdsvistardögunum.
1 öðru lagi vil ,eg, út af því, sem sagt er um það
að hjá honum hafi stundum komið fram yfir-
náttúrleg vitund, benda á það, að alveg það sama
er oss líka sagt í ritningunni um spámennina og
postulana, og dettur bó líklega engum í hug að
halda því fram, að þeir hafi verið alvitrir. Eg
álít, að honum hafi verið það opinberað, eins og
þeim, sem hann þurfti að vita í sambandi við hið
sérstaka köllunarverk sitt. Enda kemur þessi
yfirnáttúrlega vitund ekki fram hjá honum öðru-
vísi en í sambandi við það. Það, að hann fékk
þessa vitneskju, stendur í eðlilegu sambandi við
hið innilega samlíf hans við föðurinn og hina spá-
mannlegu köllun hans. En um það, sem er fyrir
utan svæði þess köllunarverks, er engin ástæða
íil að ætla að hann hafi haft neina yfirnáttúrlega
vitneskju, t. d. um náttúrufræðileg, landfræðileg