Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 9
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
7
og Péturs Jónssonar, og svo þeirra Jakobs Hálfdánarsonar á Grímsstöðum
og Benedikts Jónssonar á Auðnum. Á uppvaxtarárum Jónasar var Sigurður
Jónsson í Yztafelli binn ókrýndi konungur í Köldukinn. Sigurður var ráð-
ríkur og stjórnsamur, en þo friðsamur og stillti jafnan deilur, sem upp
komu i sveitinni. Yfirleitt ríkti því friður þar, og um pólitík var ekki deilt.
Allir voru kaupfélagsmenn og skiptu annaðhvort við kaupfélögin á Húsavík
eða á Svalbarðsströnd. Allir voru heimastjórnarmenn og kusu Pétur á Gaut-
löndurn til þings. Félagslíf var annars heldur fábreytt, en langmerkast var
það að dæmi Jónasar, að þegar einbvers þurfti með, sem var ekki á færi
eins að leysa, komu nágrannarnir til bjálpar án þess að krefjast launa fvrir.
Þessi samhjálp hefur ef til vill mótað samvinnuhugsjón Jónasar meira en
nokkuð annað í uppvexti hans. Hún átti þátt í að tengja hann áfrarn svo
sterkum böndum við æskusveitina, að fátítt er. Jón Sigurðsson lýsti þessu
í grein, sem hann skrifaði í Tímann, þegar Jónas varð fimmtugur. Jón
segir þar: ,,Ég kem oft til Reykjavíkur. Aldrei líður löng stund áður en ég
hefi tal af Jónasi Jónssyni. Og ætíð er fyrsta umræðuefnið hið sama. Hvernig
líður heima í sveitinni okkar? Ekki almennar spurningar um heilsufar og
veður. Heldur innilegar spurningar um hag einstaklinganna. Hann þekldr
alla gömlu sveitungana, fylgist nákvæmlega með hag hvers einasta heimilis.
Þeir eru allir sem bræður hans og systur. Hann hefur flest sumrin komið
heim, farið svo að segja heim á hvern einasta bæ. Hann þekkir jafnvel
smábörnin, gleðst yfir hverri nýrri sléttu í túni og úthaga, tekur eftir
hverri nýrri hríslu, sem plantað hefur verið í hæjarskjóli, og hvernig gömlu
hríslurnar vaxa. Hann er jafn kunnugur, jafn nátengdur sveitinni sinni
nú og fyrir 30 árum síðan, að hann hvarf þaðan burtu." Þessi tryggð Jón-
asar við Köldukinn entist ekki aðeins til fimmtugsaldurs, heldur til ævi-
loka. Það sýnir og vel þessa afstöðu Jónasar til æskusveitarinnar, að þegar
hann ræður vali efsta mannsins á lista óháðra bænda við landskjörið 1916,
er Jiað sveitarhöfðinginn í Köldukinn, sem verður fvrir vali hans.
Þar sem æskuheimili Jónasar var á eins konar krossgötum samgangna
í Þingeyjarsýslu, voru skilyrði J)ar góð til að fylgjast með gangi mála í
sýslunni allri. Eins og áður er vikið að, varð á síðari hluta 19. aldar meiri
félagsmálavakning í Suður-Þingeyjarsýslu en annars staðar á landinu, og
Suður-Þingeyingar áttu svo marga snjalla og áhugasama félagsmálaleið-
toga, að með eindæmum má telja. Gránufélagið og Kaupfélag Þingeyinga