Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 74
72
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Telur Marinatos, að Platón muni í frásögn sinni einnig hafa stuðzt við hell-
enskar arfsagnir, og bendir í því sambandi á kvæði eftir Pindar, sem var uppi
öld á undan Platón, og verður síðar að því vikið. Marinatos hafði árið 1932 hafið
fornleifauppgröft á K'rít i því skyni að kanna, hvort Amnísos hefði raunverulega
verið hafnarborg Knossos, eins og arfsögn skráð af Strabó bendir til, og reyndist
það rétt vera. En Marinatos þóttist finna merki þess, að flóðbvlgja heíði skollið
þarna yfir og eytt borginni, og hann fann talsvert af vikri, sem hafði skolazt
langt upp á land.
Kenningu Marinatos var fálega tekið í fyrstu, en á síðustu árum hefur veiga-
miklum stoðum verið rennt undir hana. Er þar fyrst að nefna uppgröft hans
sjálfs og aðstoðarmanna hans við Akrótíri nærri suðurströnd Þeru síðustu þrjú
árin. Fornleifafræðingum var þá fyrir alllöngu orðið ljóst, að suinar þær forn-
menjar, sem jarðeldafxæðingurinn franski, M. Fouqué, hafði við uppgröft fyrir
um öld fundið undir þykka vikurlaginu, voru mínóskar og raunar þær fyrstu,
sem upp hafa verið grafnar, en á hans dögum vissi enginn neitt urn mínóska
menningu. Athyglisverðustu munirnir fundust nærri Akrótíri, og rannsóknir
Marinatos hafa leitt í Ijós, að þar hefur að öllum líkindum heil hallarborg hulizt
vikri. Og þau mínósku ker og aðrir munir, sem þarna er gnótt af, benda til þess,
að borgin hafi verið yfirgefin um 1500 f. Kr.
Árið 1965 hirtu tveir vísindamenn við þá frægu rannsóknarstöð, Lamont-
Doherty, er tilheyrir Cokimhíaháskóla í New York, ritgerð, sem vakti mikla at-
hygli. Þessir menn voru Dragoslav Ninkovicli, ungur jarðeðlisfræðingur af júgo-
slavnesku bergi brotinn, og Bmce Heezen, sem er íslenzkum jarðvísindamönn-
um vel kunnur, þar eð hann hefur dvalizt hér tvisvar sinnum ásamt konu sinni,
Marie Thaiqr, en þau hlutu heimsfrægð fyrir þátt sinn í fundi hins svo kallaða
heimssprungukerfis, „World Puft System", sem liggur um öll heimsins höf og
þvert yfir ísland. í ritgerð, Santorini tephra, sem út kom árið 1965, hirtu þeir
Ninkovich og Heezen kort af útbreiðslu og þykkt öskulags, sem þeir höfðu
rakið í borkjörnum úr botni Eyjahafs, og færa þau sönnur á, að þetta líparít-
öskulag, sem er að finna á um 200.000 ferkm svæði, sé frá Santórín komið, en
aldursákvarðanir á því með geislavirku koli sanna, að það er hið margnefnda
vikurlag, sem þekur Þeru og Þerasíu og er næstum örugglega frá 15. öld f. Kr.
Lltbreiðsla lagsins sýnir, að það hefur aðallega borizt til suðvesturs, og þykkt
þess í borkjörnum teknum undan Krítarströndum bcndir til þess, að öskufallið
hljóti að hafa valdið miklum gróðurspjöllum á eynni og gert eystri hluta hennar
óbyggilegan um hríð. Því miður eru borkjarnarnir enn of fáir til þcss, að öruggar
ályktanir megi af þeim draga um þykktardreifingu þessa mikla öskulags.
Það er því ekki lengur neinum blöðum um það að fletta, að eitt hið allra