Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 81

Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 81
ANDVARI ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST? 79 askjan afgirt að einum þriðja af álíka háum hamravegg eyjarinnar Þerasíu. I miðri öskjunni — svipað og Sandey í Þing\'allavatni — er hin virka eldeyja Nea Kameni, er síðast gaus 1956. Er við vöknuðum að morgni hins 19., var veður hið fegursta, ekki blakti hár á höfði, vatnið í öskjunni undurblátt og tært, hamrarnir, er umlykja hana, rauðbrúnir og bryddir efst fannhvítum vikrinum úr Santórínargosinu mikla. Knossos lá fyrir akkerum milli Nea Kameni og Þeru, undan aðalborg eyjarinnar, Feru, en vikursteypt hús hennar, fannhvít sem vikurinn sjálfur, bar við himin á hlábrún hins rauðbrúna hamraveggs. Santórínaraskjan var stórfenglegri en ég hafði gert mér í hugarlund, enda ein hin mesta á jörðinni, helmingi stærri en Askja í Dyngjufjöllum, en mjög minnti hún á Oskjuvatn, þótt litir væru aðrir. Komudeginum var varið til að skoða eldeyna ungu, Nea Kameni. Þessi eldbrunna eyja, eina virka eldstöðin í eystri helft Miðjarðarhafs, er litlu meiri um sig en Surtsey og hæðin yfir sjávarmál um 100 m. Hún er að mestu þakin andesíthraunum frá 19. og 20. öld. Lent var við hraunkamb á eynni austan- verðri og gengið upp á aðalgíginn, Georgíos. Var sá er þetta ritar einn af þeim fáu, sem var rétt skæddur fyrir slíka göngu um úfið apalhraun. Eyðilögðu margir dýra skó á þessari stuttu ferð, og eina konu varð að bera síðasta spölinn til strandar í bakaleiðinni. Urn kvöldið voru fyrirlestrar um borð og sýndar kvikmyndir af eldgosum, og m. a. sýndu hollenzkir jarðfræðingar kvikmynd frá 1927 af fæðingu eyjarinnar Anak Krakatá í Sundasundi, og hefði sú kvik- mynd alveg eins getað verið af fæðingu Surtseyjar, svo nauðalíkt var það gos, sem fæddi af sér fþessa hitabeltiseyju í öskju Krakatár 74 árum eftir stórgosið 1883. Næsta degi var eytt að öllu á aðaleynni, Þeru. Fyrri hluta dagsins skoðuð- um við uppgröft prófessors hfarinatos og aðstoðarfólks hans suður af þorpinu Akrótíri, niður undir strönd. Þarna hefur nú verið grafið síðustu þrjú árin, og hafa margir kjörgripir komið þar í dagsins ljós undan hinum gráhvítu vikur- breiðum, sem þekja þessar rústir. Voru dýrmætustu gripimir varðveittir í bráða- birgðasafnbyggingu þarna rétt hjá. Þar gat að líta fjölda mínóskra skrautkera og bikara og annarra íláta, og brot af freskómálverkum, þ. á. m. mynd af manni afríkansks uppruna og aðra af apa. í þessu sambandi má geta þess, að höfuð af gibbonapa fannst undir vikri á Þeru fyrir þremur árum. Vitað var áður, að hin mínóska yfirstétt á Krít hafði innflutta apa sem kjöltudýr, og svo virðist einnig hafa verið á Þeru. En þarna gat einnig að líta ýmislegt, sem kom kunnuglega fyrir sjónir, svo sem smiðju, sem var nauðalík smiðjunni á Stöng, og fjöld kljásteina, svipaðra og fundizt hafa í fornum bæjarrústum hérlendis. Ekki er uppgröftur þarna svo langt kominn, að hægt sé að gera sér fulla grein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.