Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 205
ANDVAJU
BRÚF FRÁ AMERÍKU
203
á að lesa þær, en ekki eitthvað annað og það áður en hann kemst í þau vandræði,
að hann finni þörf á að leita þar hjálpar. Hnignun bókhneigðar — ískyggilegasta
tákn tímanna, er sjálfsagt mikið þeim að kenna. Þetta er náttúrlega „paradox".
Eg veit ekki til, að neinn vilji afnema kennslubækur nema ég og Edison, en
hann vill setja kvikmyndir í staðinn. Þær eru sjálfsagt góðar með, en það er galli
á þeim, að þær koma venjulega án þess þær séu kallaðar. Þegar nemandinn á að
tala eða skrifa um efni, sem hann þekkir lítið, kernst hann í vandræði, flýr á
náðir handbóka og fræðibóka, og þær reynast honurn bjargvættur. Ég get ekki
hugsað mér annað ráð betra til að vekja bókhneigð. Og það liggur við, að án
bókhneigðar sé öll menntun ómöguleg. Þó er ein kennslubók, sem líklega á rétt
á sér. Það er stafrófskverið. En það er engurn trúandi fyrir henni nema heimil-
unum — mæðrunum.
Ameríka er einkum fróðleg sem „skematisk" mynd af heiminum. Þar er flest
til á öllum stigum frá hinu bezta — eða nærri bezta til hins allra versta. Býst ég
við, að það gildi í skólamálum ekki sízt, og er lærdómsríkt að kynnast því öllu.
I almennri menntun eða menntunar-meðaltali standa Bandaríkin ekki hátt. Jafn-
vel í bókasafnamálum standa þau ekki svo framarlega, að ekki sé hægt að komast
fram fyrir þau. 50 milljónir af 118 hafa engan aðgang að bókasöfnum. Bókasöfn
í sveit eru ífágæt nema í Californíu, og svo eru bókasöfnin ekki öll fyrirmynd eða
í öllu. 6% af fólkinu 10 ára og eldri eru ólæsir. Margt af því hefir alizt upp und-
ir skólaskyldu. Margir, sem eiga að heita læsir, hygg ég, að hafi lært það mest af
auglýsingum, því að hér verður ekki þverfótað án þess að sjá auglýsingar og varla
án þess að kunna að lesa þær. Bandaríkin eru eitt stórt stafrófskver, en það dugar
ekki til. Þeir sem gengu í stríðið 1917—18 gengu undir próf. Eftir þeirri niður-
stöðu, sem þá fékkst, telja sumir, að helmingur fólksins á sama aldri, sem her-
mennirnir voru, séu engu betur þroskaðir andlega eða menntaðir en ætlast má til
af 10 ára börnum. Einhvern tíma tapa Bandaríkjamenn trúnni á, að hægt sé að
troða menntun í fólkið, taka þá líklega þau ráð, að gefa því sumt inn í smjöri,
án þess það viti, t. d. í kvikmyndum, en reyna að koma því til að sækjast eftir
hinu, t. d. í bókasöfnum.
Ég hlustaði á fyrirlestra í bókavarðaskólanum, þangað til ég fékk skömm á
öllum fyrirlestrum. Það hefði nú líklega gengið öðmvísi, hefði skólinn haft skör-
ungum á að skipa eins og Dewey, Cutter, Bostwick, Dana eða Gillis, en það
voru stúlkur nærri allt. Misskildu mig ekki. Mér er vel við þær. Bókvörzlufólk
er bezta fólk líklega alstaðar í heiminum, en ekki sízt hér. Stúlkur eru liðugri
við afgreiðslu en piltar og stundum alúðlegri. En enginn af bókavarðaskörung-
um Bandaríkjanna hefir enn verið í pilsum, og þótt þær leggi niður pilsin, veit
ég ekki, hvort þær verða skörungar samt. Nú em þær langt komnar að útrýma