Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 53
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
51
ems og Skúli Guðjónsson hefur komizt að orði, að varla er tímabært að
reyna að gera sér grein fyrir áhrifum hans og stöðu í þjóðarsögunni. Það
eitt munu þó allir geta orðið sammála um, að fáir eiga þar stærri hlut.
Jónas Jónsson naut þeirrar miklu gæfu að vera heilsuhraustur alla ævi.
Hann gætti þess vel að lifa heilbrigðu lífi og lagði mikla áherzlu á líkams-
rækt. A yngri árum stundaði hann sund og hestamennsku og átti góðhesta
urn alllangt skeið eftir að hann kom til Reykjavíkur. Á síðari árum æv-
innar iðkaði hann gönguferðir. Hann ferðaðist jafnan mikið, bæði innan
lands og utan. Á árunum rnilli heimsstyrjaldanna fór hann utan nær ár-
lega, og þóttu það miklar utanferðir í þá daga. Frægust var ferð hans 1938,
er hann heimsótti Islendingabyggðir í Kanada, og vann hann eftir það að
auknu samstarfi milli Islendinga austan hafs og vestan. Eins og áður segir,
dvaldist hann í Oxford á áttræðisafmæli sínu ásamt dætrum sínum. I
þeirri utanferð heimsótti hann bæði ísrael og Grikkland ásamt Auði dóttur
sinni, en Jónas hafði eitt sinn fyrr á efri árum sínum farið til Landsins
helga. Árið áður en hann lézt fór hann til Spánar ásamt Gerði dóttur sinni
og var það síðasta utanför hans. Réttum mánuði áður en hann lézt heim-
sótti hann höfuðstað Norðurlands til að vera viðstaddur athöfn, sem haldin
var í tilefni af því, að 40 ár voru liðin síðan skólinn fékk menntaskóla-
réttindi.
I hinum mikla styr, sem stóð um Jónas Jónsson, átti hann höfuðstyrk
í heimili sínu, konu og dætrum. Þar naut hann jafnan umhyggju og friðar,
þótt stormar geisuðu utan veggja. Fyrsta heimili þeirra Guðrúnar og Jón-
asar var við Skólavörðustíg, eins og áður er sagt, en eftir að Samvinnu-
skólinn tók til starfa, fengu þau íbúð á sömu hæð í Sambandshúsinu og
skólinn var. Þetta var ónæðissamt sambýli. Jónas og kona hans kvörtuðu
þó ekki, en vinir þeirra fundu það. Þormóður Eyjólfsson mun fyrst hafa
hreyft því við forstjóra SÍS, að launa ætti Jónasi langt og þýðingarmikið
starf í þágu samvinnuhreyfingarinnar með því að útvega honum hentugri
íhúð. Það varð því að ráði, að SlS lét reisa handa Jónasi smekklegt ein-
hýlishús að Hávallagötu 24, og annaðist Guðjón Samúelsson teikningu
þess. Jónasi var tryggt, að hann gæti húið þar til æviloka. Þangað flutt-
ust þau hjón 1942 og áttu þar heimili sitt eftir það. Þau kölluðu þetta
heimili sitt Flamragarða, og rakti nafnið rætur til þess, að nokkru áður
hafði Jónas byggt sér sumarbústað undir fjallshlíðinni í Hveragerði og