Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 147
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
145
af hinnm yndislega og ástsæla sálmi John H. Newman „Lead, Kindly Light“
(S'kín, ljósið náðar) er einnig tekin upp í íslenzku sálmabókina (1945), ásamt
með þýðingu séra Matthíasar Jochumssonar.
Allar eru þýðingar Jóns, er að framan getur, í ljóðabók hans, sem ber hið
ládausa heiti Þögul leiftur, en það heiti hæfir vel ljóðrænum og persónulegum
skáldskap hans og þýðingunum, sem margar hverjar eru með sama svipmóti og
frumortu kvæðin.
I Hljómbrotum Magnúsar Markússonar (1858—1948) eru tvær ljóðaþýð-
ingar „Linditréð", höfundar eigi getið, en líldega þýtt úr ensku, og „Heimilið
þitt“, lauslega þýtt eftir ameríska skáldið Edgar A. Guest. Þýðingar þessar eru
liprar bæði um málfar og ljóðform, eins og frumort kvæði Magnúsar, og í anda
þeirrar hugarhlýju og háleitu lífsskoðunar, er einkenna ljóð hans. Má sjá þess
glögg merki í lokaerindum hinnar síðarnefndu þýðingar:
Bú þér það heimili, bróðir minn kær,
er brosir af samúð og dygð,
svo getur 'heimurinn sagt hvað hann vill,
ef sýnir þú vinunum tryggð.
Bend þeim af ástúð, og met ekki mest
það mark, sem þú að hefir keppt;
ef kælir þú ástvina þelið til þín,
er þættinum helgasta sleppt.
Gef því þitt hjarta um ævinnar ár,
það allt, sem að bezt þú átt til,
fylltu það eining og fagnaðarsöng,
fylltu það ljósi og yl.
Leitaðu höfðingja hróss, ef þú vilt,
en heiður sá dýrkeyptur er,
ef heimilið fellur með elskunnar auð
og ástvina traustið á þér.
í Ljóðmælum Þorbjöms Bjarnarsonar (Þorskabíts, 1859—1933) hefi ég eigi
fundið nema eina þýðingu smákvæðis „Sér vængi á vor andi,“ líklega þýtt úr
ensku, þótt þess sé eigi getið né heldur höfundar:
Sér vængi á vor andi,
en aftrar flugi búrsins drómi.
Vort líf er kvöl og löngun ósegjandi,
sem leitar eftir hæð, í fjarru tómi,
hvar dagar fyrst, hvar deyr kvöldroðans blómi.
10