Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 68
66
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVAIU
ViS skiljum nú tildrög hinnar frægu sagnar um hetjuna Þeseif, son Æge-
usar kóngs í Aþenu, og viðureign hans við ófreskjuna Mínótáros, Mínosartarf-
inn, í völundarhúsinu á Krít. Evans sjálfum varð fljótt ljóst, að sú rnikla hallar-
samsteypa, sem hann gróf fram í Knossos, með þvílíkri fjöld salarkynna og ann-
arra vistarvera, að þar er enn lítt ratandi án Aríödnuþráðar eða einhverrar leið-
sagnar, var hin fræga smíð Dædalusar, völundarhúsið, sem Grikkir nefndu labyr-
inthos, en það nafn er vafalítið dregið af nafni tvíaxarinnar, labrýs, en tvíöxin
var ásamt nautshornunum aðalhelgitákn Knossoshallar. Sú arfsögn, að Aþeningar
hafi árlega orðið að senda ófreskjunni sjö stúlkur og sjö pilta, geymir að öllum
líkindum sannfræðilegan kjarna, því að staðreynd er, að á 16. öld og framan af
þeirri 15. rnunu Krítverjar undir stjóm Mínosa hafa átt mikil ítök og jafnvel ráðið
lögum og lofum i sumum austurhéröðum Grikklands, og ekkert líklegra en að
þeir hafi fengið þaðan stúlkur og pilta til sinna hættulegu nautaleikja, sem voru,
eins og áður getur, þeirra aðalskemmtun. I þann tíma voru hinir auðugu Krít-
verjar orðnir makráðir og teknir að úrkynjast og vísast, að grískir unglingar,
heggja kynja, hafi í þann tíma þótt betur hæfir til þess leiks við dauðann í nauts-
líki, sem vafalítið hefur orðið mörgum að fjörtjóni. En síÖar á 15. öldinni ná
Grildcir, að því er nú er nær öruggt talið, yfirráðum yfir Krít, eða a. m. k. hluta
hennar, þ. e. þeir réðu niðurlögum Mínosar, eins og Þeseifur gerði. Sannleiks-
kjami getur varðveitzt í aldaraðir í arfsögnum, sem ganga frá kynslóð til kyn-
slóðar, en líklega liðu a. m. k. átta aldir frá því að mínóska menningin leið undir
lok á Krít þangað til Grikkir fóru að skrá arfsagnir. Þó ber í þessu sambandi að
minnast þeirrar uppgötvunar Ventris, að B-línu áletranirnar mýkensku eru á
grískri tungu, og kunna því sagnir að hafa verið skráðar fyrr en talið hefur verið.
1 kviðum þeim, sem kenndar eru við skáldiÖ hlinda, Hómer, er á stöku stað
sem endurómi frá hinni löngu liðnu gullöld Krítar, og er þar einkum að nefna
þættina um Feaka, sem Odysseifur gisti á sinni reisu. Feakar Hómers áttu heima í
Skerju, sem flestir telja að sé eyjan Kerkýra eða Korfú í Jónahafi. Yfir allri frásögn
Hómers af Feökum er yndisþokki meiri en annars staðar er að finna í kviðurn
hans, og sver hann sig í ætt við mínóska menningu, hvort sem nú þarf að rekja
þráðinn allar götur til Krítar eða aðeins til einhverra þeirra mýkensku svæða, sem
urðu fyrir sterkustum mínóskum menningaráhrifum. Feakar Hómers eru miklir
sægarpar sem Krítverjar hinir fornu, jafnræði konungshjónanna Alkinóusar og
Aretu leiðir hugann til Krítar. Glæsilegar hallir, indælir aldingarðar, yndi Feaka
af íþróttum og dönsum, heiturn böðurn og öðrurn lífsþægindum, allt minnir þetta
á mínóska menningu, og hin sjónfagra, hvítarma, fagureyga og fagurmöttlaða
Násíka á einkar vel heima í mínósku menningarumhverfi. Þess er einnig að geta,
að Alkinóus blótar nautum til að sefa reiði Póseidons, og verður síðar að því vikið.