Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 166
164
RICHARD BECK
ANDVARI
Gunnbjörn Stefánsson (f. 1886) hefir eigi gefið út ljóðabók, en vel ort
kvæði hans og snjallar lausavísur hafa komið í vestur-íslenzkum blöðum og
tímaritum. Af kvæðum, sem hann hefir snúið á íslenzku, má nefna þýðinguna
„Utþrá" af hinu fræga kvæði „Sea-Fever“ eftir lárviðarskáldið John Masefield
(Lögberg-Heimskringla 11. jan. 1968). Tvö fyrstu erindin eru á þessa leið:
Ég þrái haf og himin og sjávar öldusog,
seglskip fagurbúið og glitað stjörnulog.
Stýrissveiflur, söngva storms og brimiþrunginn boðann,
blámóðu um hafflötinn, í austri morgunroðann.
Eg þrái aðeins hafið, það heimtar mig á ný,
og hróp þess er svo kröftugt ég get ei neitað því.
Ég þrái aðeins storminn, er himin skýin hranna,
og hvítfyssandi brimlöðrið og sjógarg svartbakanna.
Páll Bjamason (1888—1967) var mjög mikilvirkur þýðandi íslenzkra Ijóða
á ensku, eins og bækur hans Odes and Echoes og More Echoes bera vitni, og
voru margar þýðingar hans prýðisvel gerðar, ekki sízt af ýmsum hinurn meiri-
háttar kvæðum öndvegisskálda vorra. Þýðingar hans eru einnig sér um svip
að því leyti, að hann hélt stuðlum og höfuðstöfum að íslenzkri bragarhefð,
hverjunr augum sem menn kunna annars að líta á þá þýðingaraðferð á enska
tungu.
En Páll sneri einnig miklum fjölda kvæða úr ensku á íslenzku, og skipa
þær þýðingar hans mikið rúm 1 kvæðabókum hans Fleygar og Elísar. í formála
að Fleygum fer hann þessum orðum um þýðingar sínar:
„Loksins er höfuðskýringin sú, að þýddu ljóðin í safni þessu, fullur þriðj-
ungur bókarinnar, eru aðalorsök þess, að ég færðist útgáfuna í fang. 1 sínum
upphaflega búningi eru flest þeirra að einhverju leyti merkileg, og nokkur af
þeim löngu orðin heimsfræg. Sum þeirra hafa verið þýdd einnig af öðrum,
svo sem Einari Benediktssyni, Eyjólfi Melan, Magnúsi Ásgeirssyni, St. G.
Stephanssyni og fleirum, og mætti því kannske álítast óþarft af mér að auka
á það upplag. En fyrst og fremst er það, að í mörgum tilfellum varð ég fyrri til
en hinir, þó eklci hafi nema surnt af því birzt fyrr en nú, og svo er „góð vísa
aldrei of oft kveðin", að sögn, ef rétt og hönduglega er með farið. En það er
fyrir lesendur að dæma um. Sjálfur er enginn fyllilega fær um að verðleggja
sín eigin verk.“
Auk margra annarra eru í umræddri kvæðabók Páls þýðingar af þessum
víðfrægu kvæðum: „Óbugaður" (Invictus) eftir William Henley, „Regndag-