Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 110
108
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
gát á hverju orði, hverju atkvæði og hverju hljóði. Var þessu öðruvísi háttað um
lögvitringa? Hversu mörg atkvæði eru í hinum forna eiðstaf? Sé við engu
hreyft, sem í handriti stendur, en gert ráð fyrir skýmm, fornum framburði, eru
atkvæðin 96 eða 8 X 12 (atkvæðafjöldi tveggja dróttkvæðra vísna). Og hversu
mörg em orðin? Þau em 69. En skáldin miðuðu ekki við orð, eins og nú er gert,
heldur orðstofna, því að urn fjölda þeirra varð síður deilt. í eiðstaf heiðinna
manna eru orðstofnar 72 eða 6 X Í2.1) Eiðurinn grundvallast þannig málfræði-
lega á tylftarkerfinu, enda var hann oft svarinn af 12 mönnum og þá talað
urn tylftareið. Loks er annað, sem tengir eiðinn fomum skáldskap, og það er
stuðlun, en sá þáttur lagamálsins er gamalkunnur.
III
Ekki verður horfið frá þessu efni án þess að fjalla nánar um 30. vísu Atla-
kviðu:
Svá gangi þér, Atli,
sem þú við Gunnar áttir
eiða oft um svarða
ok ár of nefnda
at sól enni suðrliQllu
ok at sigtýs bergi,
hulkví hvílbeðjar
ok at hringi Ullar.
Af orðasambandinu at hringi Llllar (8. vo.) hefur Hennann Pálsson dregið
þá ályktun, að „áss hinn almáttki" (Skírnir 1956) sé hvorki Óðinn né Þór, held-
ur Ullur. En til þess þarf bæði að hafa margháttaðan vitnisburð fornra heimilda
um ásatrú á víkingaöld að engu og gera eiðinn svo garnlan, að hann hafi raunar
verið genginn úr gildi, löngu áður en Island byggðist, verið m. ö. o. „tóm orð í
munni íslendinga", eins og Turville-Petre orðar það (Studia Islandica XVII, 10).
Er hvort tveggja næsta hæpið. En ef til vill er hin foma vísa sjálf bezta vitnið
í þessu máli.
f síðara vísuhelmingi er talið fernt, sem Atli Ilúnakonungur hafi svarið við.
Auðskilin em orðin sól en suðrhalla (5. vo.), þ. e. sól í hádegisstað. „Sverjand-
inn óskar þess að jaínvel skin sólarinnar um hábjartan daginn megi bregðast sér
ef hann rýfur eiðinn“ (Jón Ilelgason: Tvær kviður fomar, 164. bls.). Mestum
1) Er þá gert ráð fyrir, að fominenn hafi talið al-mátiki samsett orð eins og Ipg-eið og Ipg-mæt,
þótt al- teljist forskeyti í málfræðibókum nútímamanna. Eða hvort mundu fornmenn — í slíkum
tilvikum — hafa gert greinarmun á samsetningum eins og almætti og halfmætti?