Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 161
ANDVAIÍI
IJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-í SLENZKRA SKÁLDA
159
„Slíkt ok bar sérhver granni þinn,
iþví aðrir grétu, er gladdist þú,
þótt grátsins fiðla 'hljóð sé nú. —
Menn sama vaskleiks vænta' a£ þér,
er vængmyrk sorg að dyrum ber.“
En þetta löngu liðið er,
og lífið síðar kenndi mér:
AS tárabeiskja tómleikans
er tannfé sérhvers dauðlegs manns.
Það sigldi enginn ævisjá,
er öllum boðum stýrði hjá.
Því vil ég sýna í sóknum enn
'hið sama þrek og aÖrir menn.
I heildarsafni kvæða Jónasar Stefánssonar frá Kaldbak (1882—1952) Úr
útlegð eru þessar þýðingar: „Musteri frægðarinnar“, „Vertu sæll, litli vinur“,
höfundar beggja kvæðanna ónefndir, „Lífsins lög“ eftír hina kunnu skáldkonu
Ellu Wheeler Wilcox, og „Hinn ungi fluginaður" eftir Isa Grindlay Jackson;
mun þeim kvæðum öllum snúið úr ensku, en hið síðast nefnda er ort á stríðs-
árunum síðari. Ennfremur er í bókinni þýðing af hinu fræga kvæði „Deyjandi
barn“ eftir H. C. Andersen, og er því vafalaust snúið úr frummálinu, en er,
eins og þýðandinn tekur fram, „laust í rími“; hugsuninni er annars trúlega
fylgt, og víða hittír þýðingin vel í rnark um orðalag.
Páll S. Pálsson (1882—1963) fékkst talsvert við þýðingar eða notaði erlend
kvæði til fyrirmyndar í skáldskap sínurn. I kvæðabók hans Norður-Reykir er
þýðing af hinu fræga kvæði „Requiem" eftir Robert L. Stevenson, þótt höf-
undar sé raunar eigi getið. Er þýðingin vel gerð, sérstaklega fyrra erindið. Enn-
fremur eru í umræddri ljóðabók Páls þessar stælingar og þýðingar: „Á Manna-
mótsflöt" (með hliðsjón af ensku kvæði), „Förukonan“ (lausþýtt), „Undir nótt“
(’þýtt), „Sama veginn" (stælt) og „Afturgangan" (stælt). Ekki er fyrirmyndanna
getið, en líklegt má telja, að þessar þýðingar og stælingar séu allar úr ensku.
Þær eru þrungnar að hugsun og samúðarkennd og færðar í vandaðan búning
íslenzks máls og mynda.
í kvæðabók Páls Skilarétt em eftirfarandi stælingar: „Bæn“ (með hliðsjón
af kvæði eftir E. R. Sill), „Skipbrotsmaðurinn" (The Castaway, með hliðsjón
af kvæði eftir Þorvald Pétursson), „Myndin“ (hliðsjón af kvæði eftir H. A.
DArcy), langt kvæði, er segir átakanlega sögu. Ennfremur þessar þýðingar: