Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 208
206
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
sem benda á, hvert stefnir. Þeir eru ekld hættir að rannsaka og finna nýja hluti,
og þeir eru stundum óragir að reyna það, sem þeir finna.
Lögberg hefir eftir Sigurði Nordal, að manngildið verði ekki á vog vegið eða
á alinmál mælt. Ef það þýðir það, að manngildið verði aldrei rannsakað vísinda-
lega, þá er þetta það Ijótasta, sem ég hefi séð nýlega. En ég álít, að allir hæfi-
leikar og eiginleikar manna séu þættir úr manngildinu, misjafnlega þýðingar-
miklir og misjafnleg auðvelt að rannsaka þá. Suma er nú þegar hægt að rann-
saka, og allir tilheyra þeir þessum heimi og allt, sem tilheyrir þessum heimi, er í
umdæmi vísindanna. Það má fara með „the human plant“ alveg eins og hverja
aðra plöntu, þegar hún er eins vel þekkt. Við getum húið til góða menn eins og
S. N., ef við vitum, úr hverju þeir eru og hvemig þeir hafa verið búnir til, og
þá mundu opnast nýir vegir til að gera þá enn betri. Við ættum engan S. N., ef
náttúran hefði ekki haft tæki, að vísu mjög ófullkomin og seinvirk, til að vega
og mæla, velja og hafna. Mér er næst að halda, að vísindin gætu nú þegar
hjálpað henni ögn, í stað þess að eyðileggja verk hennar, eins og þau virðast gera.
Það er jafnvel byrjað hér, en mjög lítið, og ekki í þá átt, sem lielzt mundi duga.
En það verður haldið áfram að rannsaka og reyna, og þótt Bandaríkjamönnum
takist ekki að bjarga sér eða menningunni, er mjög líklegt, að þeir finni eitthvað,
sem aðrir gætu notað og komizt lengra, t. d. íslendingar. Þeir hafa yfirleitt betra
efni að vinna úr, og þeir hafa ættfræðina að styðjast við.
Þér mun þykja ég hafa vaxið að einstaklingshyggju, og er þá betra seint en
aldrei. Það er þó sú ein einstaklingshyggja, sem er skilyrði fyrir öflugum menn-
ingarfélagsskap. Félagslyndi er einn sá þáttur manngildisins, sem nauðsynlegast
er að vega og mæla og auka, — og líklega erfiðast, en þó verður það vonandi gert.
Ég set mannfélagið yfir einstaklinginn eins og nokkru sinni fyrr. Skipulaginu
virðist að vísu ennþá miða áfram, í misjafnlega heppilega átt, en skipulag rnjög
ófullkominna einstaklinga er hæpið og stefnir ekki að vienningu þótt tækist,
heldur maurun.
G. Ó. mundi spyrja, hvort rósrauðu gleraugun hefðu týnzt. Getur verið. Mér
virðist stelna að ragnarökum, en ég þykist vita, að Líf og Leifþrasir lifa einhvers
staðar, og Eloddmímisholtið getur verið á íslandi ekki síður en annars staðar.
Þú hefir skóla, þangað kemur yfirleitt efni í fólk, sem gæti orðið betra en í rneðal-
lagi. Ef þú hefir skóla, sem ekki gerir fólkið ófrjótt, þá hefir þú bezta skóla í
heimi. Láttu nemendur lofa því, að eiga tíu böm hver, og láttu þá sverja það.
Ef það dugar ekki, verður að hanna öllum að fara í skóla nema flónum eins og
mér. Það gerir ekkert með þá. Piparskattur er sjálfsagður á konur eigi síður en
karla frá 25 ára aldri, /3 af tekjum að frádregnu ódýrasta fæði, og renni í Land-
námssjóð. Þessa grein ætti að setja í stjórnarskrána. En í alvöru að tala, býst ég