Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 150
148
RICHARD BECK
ANDVARI
Sem lífs mun hann ávallt leiða
frá lágum hvötum, er deyða. —
Já, hann gerir hérvist fegri
og heim allan bróðurlegri.
Af meiriháttar þýðingum séra Jónasar skulu nefnd hið mikla kvæði „Thana-
topsis" (Dauðinn) eftir W. C. Bryant, ,,Vöm Brútusar" úr leikriti Shakespeares
Júlíus Sesar, „Hrakningar Maeldunes" og „Óríana" eftir Tennyson. Eru kvæði
þessi yfirleitt prýðisvel þýdd, en sumar þýðingar þessar þó mjög erfið viðfangsefni,
t. d. þýðingin af „Óríönu", sem er rímþraut mikil á frummálinu. Þýðing séra
Jónasar af hinu fræga kvæði Sir Walter Scott „Hér er mín eigin ættarströnd"
(Breathes there the man, with soul so dead) er mjög vel gerð og athyglisverð að
sama skapi, og fer hún hér á eftir:
Andar nokkur svo andlaus sál,
að aldrei skildi jafn hugrænt miál
sem: Hér er mín eigin ættarströnd!
Það ‘hjarta, sem fann ei ástaryl,
er átthaganna sneri til
úr utanför um önnur lönd? —
— Ef andar slíkur, ugg þú hann,
fár ætla eg lofi slíkan mann;
þótt frægð og titlar fegri hans nafn,
af fjársjóðum hann eigi safn;
því þrátt fyrir orður, auð og sæmd,
af eigingirni er sál hans dæmd.
Við líf hans enginn lofstír þreyr,
og látinn slíkur tvisvar deyr.
En moldin spillt fer moldargöng
án mannorðs, tára og yfirsöngs.
Þýðing þessi speglar eftirminnilega sterka þjóðemiskennd séra Jónasar -•
ást hans á íslenzkri tungu, sögu, landi og þjóð — sem er meginþáttur í skáld-
skap hans. En á hinn bóginn sýna umræddar þýðingar hans það ljóslega, hve
handgenginn hann hefir verið enskum bókmenntum, sérstaklega skáldskap
enskra og amerískra höfuðskálda á 19. öld. Þýðingar margra annarra vestur-
íslenzkra skálda bera hinu sarna vitni.
Séra Jónas þýddi ennfremur úr ensku marga víðfræga og vinsæla sálma,
meðal þeirra „Betlehem" eftir Philips Brooks, „Bjargið alda“ eftir A. M. Top-