Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 17
ANDVARt
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
15
ustu skólans. Guðjón reyndist nú, sem endranær, sannfærandi í málflutn-
ingi sínum.
Um svipað leyti og Jónasi barst bréfið frá Jóni fræðslumálastjóra, gerð-
ist óvæntur atburður í Ruskin College. Skólanefndin vék skólastjóranum
frá og færði jrað lram sem ástæðu, að hann væri vantrúaður og spillti nem-
endurn. Nemendur mótmæltu þessu og hættu námi í mótmælaskyni, en
flestir sneru Jró aftur, nema Jreir harðsnúnustu, og var Jónas einn þeirra.
Það ýtti líka undir þessa ákvörðun hans, að hann var húinn að taka
að sér ákveðið starf á íslandi og taldi sig þurfa að húa sig sérstaklega undir
jrað. Hann tók nú að kynna sér kennsluhætti Breta á ýmsum sviðum og
þó einkum ýmsar nýjungar, sem voru að ryðja sér til rúms. Um það efni
ritaði hann fróðlegar yfirlitsgreinar, bæði í Skólablaðið og Skinfaxa.
Þótt Jónas dveldist i ágætum skólum i Danmörku og hefði hæði fróð
leik og ánægju af för sinni um Þýzkaland, þá liafði dvölin í Bretlandi
mest áhrif á hann. Ahrifin urðu því meiri sem hann kynntist engilsax-
neskri menningu nánara. Til Bretlands sótti hann margar fyrirmyndir. Hann
hafði vafalítið Ruskin College mjög í huga, þegar hann stofnaði Sam-
vinnuskólann. Hann hafði enska flokkaskipan einnig sem fyrirmynd, Jreg-
ar hann gekkst fyrir stofnun Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. A
löngum ferli ritstarfa og stjórnmála vitnaði hann oft í brezkar fyrirmyndir.
A áttræðisafmæli sínu dvaldist hann í Oxford til að rifja upp þær endur-
minningar, sem voru honum einna dýrmætastar.
Jónas hélt heimleiðis snemma sumars 1909. Hann fór á reiðhjóli
norður eftir Englandi, en í Edinborg steig hann á skipsfjöl. Hann hafði
stutta viðdvöl í Reykjavík. Jón í Múla ferðaðist þá milli kaupfélaganna
á vegum Zöllners með rnarga hesta og fylgdarmenn. Jónas fékk að fylgjast
með honum norður, en meðal fylgdarmanna Jóns voru Pétur Ottesen og
Héðinn Valdimarsson, og bar fundum þeirra og Jónasar hér saman í fvrsta
sinn. Svo virðist af frásögn Héðins Valdimarssonar síðar (Skuldaskil Jón
asar Jónssonar við sósíalismann, hls. 5), að Jónas hafi Jrá haft á sér veru-
legt heimshorgarasnið. í Húnavatnssýslu slóst Sigurður Nordal í förina.
Sigurður fór með Jónasi norður i Hriflu og dvaldi þar nokkra daga, en
síðan ferðuðust Jreir um Þingeyjarsýslur og minntust háðir lengi þcss
ferðalags.
Ilaustið 1909 hóf Jónas svo starf sitt við Kennaraskólann, og var æf-