Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 97
ANDVARI
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
95
Öfundin um Sighvats sæti
sat í Ólafs höll,
þó 'ann gengi í hættu, er hræddist
hirð og skáldin öll.
Konungshylli fékk þó fylgdi ei
firrum hans um of,
orti betur Erlings-drápu en
Ölafs konungs löf.
Konungs sveit í svaðilförum
samfylgd hans var góð,
vel í ferð hann kæta kunni,
kveða í þreytta móð.
Bændum fannst sem geisli í glugga
gisting kvæðamanns.
Heimasætum sjáleg þóttu
svörtu augun hans.
Það, sem Snorri Sturluson hefur fyrir sér, er hann lætur Þormóð mæla fyrr-
greind orð: „Stöndum eigi svo þröngt, lagsmaður, að eigi nái Sighvatur rúmi
sínu“ — er raunar vísa eftir Sighvat og frásögn, sem henni fylgir og staðið hefur
í Ólafs sögu Styrmis. Frásögnin er á þessa leið:
Sá atburður varð einu sinni, þá er Ölafur konungur hinn helgi fór af Upp-
löndum með miklu liði norður um Dofrafjall í vondu veðri, þá reið konungur-
inn, en alþýða manna gekk. Nú er konungurinn reið í svo vondu veðri, þá gerð-
ist honum kalt á hestbaki. Og er Sighvatur skáld sá það, að konunginum var
kalt, er hann reið, þá mælti hann við konunginn: ,,Eg mæðumst svo mjög, herra,
að eg mun eigi fá annað um fjallið, nema þér látið mig ríða nokkura stund.“
Konungur sagði hann ríða skyldu að vísu, ef hann vildi. Þá steig Ólafur kon-
ungur af baki og mælti, að Sighvatur skyldi ríða. Sighvatur var í loðkápu. Hann
mælti við konunginn: „Svo er mér varið, herra, að eg nenni eigi að vera í loð-
kápunni. Nú vilda eg, að þér færið í kápuna.“ Ólafur konungur gerði það, sem
Sighvatur bað. Fór hann þá í kápuna og gekk, en Sighvatur reið. Og er Sig-
hvatur sá, að konunginum tók að oma í göngunni, þá mælti hann: „Nú tekur
mig að kala, herra, og vilda eg nú ganga, en eg vilda, að þér reidduð loðkápuna,
því að eg kemst hvergi, ef eg geng í henni.“ Konungurinn kvað svo vera skyldu
sem Sighvatur mælti. Nú steig konungurinn á bak, en Sighvatur gekk. Nú reið
konungurinn í loðkápunni um daginn, og sakaði hann þá ekki kuldi.
Svo bar að einhverju sinni síðan, þá er Sighvatur var með konunginum, að