Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 169
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
167
hann var maður frjálslyndur mjög í trúmálum og róttækur í stjómmálaskoðun-
um sínum. Sérstöðu meðal þessara þýðinga hans hefur þýðingin af ágætiskvæðinu
„Til Stephans G.“ eftir Watson Kirkconnell.
En þegar þýðingar Páls Bjarnasonar á íslenzku eru gaumgæfðar, eins og
þær eiga fyllilega skilið, og tekur það einnig til frumortra kvæða hans á íslenzku,
og þegar í minni er borið, að hann var fæddur og ól aldur sinn vestan hafs, þá
er vald hans á íslenzku máli svo mikið, að furðu sætir, og bókmenntaiðja hans
merkileg að sama skapi.
Séra Eyjólfur J. Melan (1890—1960) var kunnur orðinn fyrir frumort kvæði
°g þýðingar sínar, áður en hann fluttist vestur um haf (1922), og sérstaklega
fyrir þýðingu sína af „Ferhendum“ Omars Khayyam (Iðunn, VIL árg. 1921—
1922, bls. 144—59), sem er prýðisvel af hendi leyst um nákvæmni, ljóðblæ og
málfar. Góð dæmi þess eru 14. og 15. erindi þýðingarinnar:
Sú heimsvon glæst, sem fólk i brjósti ber,
oft bregzt sem tál, og þótt hún rætist, er
sem hverfult snæföl eyðimörku á,
sem aðeins glitrar stundarkorn og fer.
Þeir, sem á gulli fastast héldu í heim
og hinir eyðslugjörnu, er dreifðu seim,
þeir hurfu í mold, en gröf að gulli þó
ei gerði þá, —■ menn leita ei eftir þeim.
Ekki birti séra Eyjólfur mörg kvæði éftir að hann kom til Vesturheims, en
öll báru þau vitni smekkvísi hans og ósvikinni skáldgáfu. Gildir hið sama um
þýðingar hans, en þeirra merkust er „Grafreiturinn" eftir Thomas Gray (Tíma-
rit Þjóðræknisfélagsins 1923). Nær þýðandinn t. d. vel hugsun og anda frum-
kvæðisins í þessum erindum:
Ei dramb skal hæða þeirra þarfa starf
né þeirra smáu gleði og dægurraun,
né tignin skopast að þeim litla arf,
sem örhirgð fær hjá tímanum í laun.
Því öll vor dýrðin, fremd og veglegt vald
og vegsemd, þótt hún berist lengst um höf,
nú verður samt að ljúka hið lagða gjald,
það liggja allir vegir heim að gröf.