Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 131
SVERRIR KRISTJÁNSSON :
Franska byltingin og Napóleon
Hinn 15. desember 1799 var frönsku þjóðinni birt svolátandi ávarp: Frakk-
neskir menn! Fyrir yður verður lögð stjórnarskrá. Hún er grundvölluð á 'hinum
sönnu meginreglum 'fulltrúastjórnar, á hinum heilögu réttindum eignarréttarins,
jaifnréttisins og frelsisins. Þau yfirvöld, sem 'hún stofnsetur, rnunu verða sterk
og traust, svo sem vera ber til þessað geta verndað hagsmuni borgaranna og ríkis-
ins. Borgarar! Meginreglur þær, sem stóðu að uppháfi byltingarinnar, verða nú
treystar. Byltingunni er lokið.
Avarp 'þetta var samið tæpum mánuði eftir að stjórnlagarof hafði verið framið
á Frakklandi og endi bundinn á hið svökallaða forstjóratímabil franska lýðveldis-
ins fyrir atbeina hersins. í stað 'hinna fimm forstjóra tóku nú framkvæmdavaldið
í sínar hendur þrír konsúlar, þeirra fremstur og valdamestur var Fyrstikonsúll-
inn, en þvi embætti gegndi sá hershöfðingi, sem frægastur var í byltingarher
franska lýðveldisins, Napóleon Bonaparte. Hann var sá, er haldið hafði á penna,
þegar ávarpið til frönsku þjóðarinnar var samið, sem vitnað var í, en í því plaggi
voru þessi orð adiyglisverðust: Byltingunni er lokið!
Ef þessi orð eru tekin trúanleg, hafði 'franska byltingin staðið í tiu ár og
nokkrum mánuðum betur. En þetta var ekki bylting þeirrar tegundar, þegar
skipt er um nafnspjald yfir dyrum ríkisvaldsins. Þetta var Þjóðarbylting í sönn-
ustu merkingu orðsins: allar stéttir Frakklands höfðu lagt hönd á þann plóg,
sem risti dýpra niður í svörð franskrar sögu en nokkur annar viðburður: aðall
°g klerkar og borgarar, hinar arfhelgu lögstéttir, siðfágaðar fyrir ætterni og auð
kynslóðanna, en á hæla þeirn ruddust fram bændur sveitanna og múgamenn í
horgum, grófir í sniðum og kunnu lítt til kurteisi, sansculottar, þeir sem gengu í
síðum buxum, en ekki stuttbrókum yfirstéttanna, með rauða húfu á höfði og
sPJót í hendi. Þessi bylting er í hádegisstað á fyrri hluta árs 1794, en tekur að
bníga, er helztu leiðtogar Jakobína eru lagðir undir fallöxina í júlí sama ár. Þeir,
sem þá taka völdin, termidorarnir, venjulega kenndir við stjómarár ríkisforstjór-
9
L