Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 106
104
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
í eiðstaf heiðinna manna eru tvær málsgreinar, önnur einföld, hin marg-
brotin. í hinni fyrri er aðalsetning og ein aukasetning, en í hinni síðari aðal-
setning og fjórar aukasetningar. Það, sem einkum gerir síðari málsgreinina
flókna, eru tvær samanburðarsetningar, en önnur er mjög löng og fleyguð af
hinni. Skal þetta nú rakið nánar:
Ykkr nefni ek í þat vætti (aðalsetning),
at ek vinn eið at baugi, lQgeið (skýringarsetning).
Hjalpi mér svá nú Freyr ok Njprðr ok enn almáttki <?ss (aðalsetning)
sem ek mun svá spk þessa sœkja eða verja eðr vitni bera eðr kviðu eðr dónut
dœma (samanhurðarsetn. I, fyrri hluti)
sem ek veit réttast ok sannast ok helzt at lpgum (samanburðarsetn. II)
ok gll logmæt skil af hendi leysa (samanburðarsetn. I, síðari hluti),
þau es undir mik koma (rilvísunarsetning),
rneðan ek em á þessu þingi (tíðarsetning).
Kjarninn í hinni miklu málsgrein er þessi: Hjálpi mér nú guðimir svo sem ég
mun fjalla um mál manna (þau er undir mig koma, meðan ég er á þessu þingi)
eins og ég veit réttast og sannast og helzt að lögum.
II
Nú skal reynt að skýra nánar einstök orð og orðasambönd eiðsins alls.
ykkr. „Flverr sá maðr, er þar þurfti lpgskil af hendi at leysa at dómi, skyldi
áðr eið vinna at þeim baugi ok nefna sér vátta, tvá eðr fleiri," segir í
formálsorðum fyrir eiðnum, eins og áður greinir. Með fomafninu ykkr (þf. af it,
sem síðar varð þit) skýtur sverjandinn máli sínu beint og persónulega til
vottanna. Sbr. ykkr nefni ek.
nefni ek. 1 handriti stendur „nefnnig", en ekki er það annað en ritháttur
skrifarans. Orðin eru tvö, enda rituð þannig bæði í Hauksbók og Þórðarhók.
í þet vætti: til þess vitnisburðar, þ. e. til þess að bera vitni um.
logeiðr: löglegur eiður.
svá nú. Á það skal bent, þótt kunnugt sé, að á var einhljóð að fomu, en
ekki tvíhljóð eins og nú. Er auðfundið, hversu betur fer í munni svá nú [sva:
nu:] en svá nú [svau: nu:], einkum sé það lesið í samhengi: lljalpi mér svá nú
Freyr ok Njprðr.
svá ... sem. Hjalpi mér svá nú Freyr ok Njprðr ok enn almáttki pss sem
ek mun .... Sverjandinn biður guðina hjálpar að sama skapi sem hann virðir
sjálfur lög og rétt og allan sannleik. í hinni drottinlegu bæn kristinna manna er
svipaður fyrirvari: „Og fyrirgef oss vorar skuldir svo sem vér og fyrirgefum