Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 90
88
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
liann til sína menn að lieimta hálfa landaura af íslandsförum, en þeir fóru á
fund konungs. Þcir báðu Sighvat liðveizlu. Þá gekk hann fyrir konung og kvað:
Görbænn mun ek Gunnar
gamteitöndum heitinn,
áðr þágum vér ægis
eld, ef nú biðk felda.
Landaura veittu, lúru
látrþverrandi, af knerri,
enn offanga, engi,
ek hef sjalfr krafit, halfa.1
Af samanburði við söntu frásögn í hinni sérstöku Ólafs sögu Snorra sjáum
vér, að Snorri hefur í Heimskringlu aukið fáeinum dráttum í hana, skerpir enn
frekar andstæðurnar milli hins unga og óðfúsa skálds og konungsins, sem vill
ekki láta yrkja um sig og kveðst jafnvel ekki kunna að heyra skáldskap. Þá lætur
Snorri í Heimskringlu nokkurn aðdraganda vera að seinustu vísunni.
Frásögn sérstöku sögunnar er á þessa leið:
Þórður Sigvaldaskáld var með Ólafi konungi, þá er hann var í hernaði. Sig-
hvatur hét sonur Þórðar. Hann var að fóstri með Þorkatli að Apavatni. En er
Sighvatur kom í Noreg, þá fór hann á fund Ólafs konungs og bauð að færa
honum kvæði. Konungr sagði, að hann vill ekki hlýða kvæði hans og hann vill
ekki láta yrkja um sig. Sighvatur kvað: Hlýð mínum brag, meiðir —. Ólafur
konungur gaf Sighvati að bragarlaunum gullhring, er stóð hálfa mörk. Sighvat-
ur gerðist hirðmaðr konungs. Hann kvað: Ek tók lystr, né ek lasta —. Sighvatur
kom af Islandi og til Óláfs konungs. Hann kvað: Görbænn mun ek Gunnar —.
Ekkert íslenzkt skáld hefur kvatt sér jafnskörulega hljóðs og Sighvatur Þórð-
arson. Upphafi erindis hans: Hlýð mínum brag, meiðir — mætti líkja við upp-
haf fiðlukonserts Mendelsohns: Hinir silkimjúku tónar einleikarafiðlunnar '(sbr.
og hina þýðu skothendingu Sighvats HlýÖ... meið'ir —) taka mann undir eins
fanginn, hrífa hann með sér líkt og Sighvatur konung forðum.
Sighvatur er þegar í annarri vísunni orðinn fastur í sessi, kallar sjálfan sig
hollan húskarl, en konung góðan lánardrottin, og í hinni þriðju er hann farinn
að ganga á lagið. En Ólafur konungur hafði ráðið vel, þegar hann veitti Sighvati
áheyrn og hirðvist, því að hann varð brátt höfuðskáld konungs og síðar jafn-
1) Ek mun heitinn görbænn Gunnar gamteitöndum (Menn munu kalla mig ýtinn), ef nú
biðk felda (landaurar voru m. a. goldnir í feldum); áðr þagum vér ægis eld (gull, gullhring). Veittu
hálfa landaura af knerri, engilúru látrþverrandi (örláti maður); enn hef ek sjálfr krafit offanga
(enn hef ég ætlazt til nokkuð mikils).