Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 96
94
FINNBOGI GLIÐMUNDSSON
ANDVARI
Mann veitk engi annan,
allbrátt þó at fjör láti,
en sás allan kunni
aldr fullara at halda.
Aslákr hefir aukit,
es vörðr drepinn Hörða,
fáir skyldu svá, foldar,
'frændsekju, styr vekja.
Ættvígi má eigi,
á líti þeir, níta,
frændr skyli bræði bindask
bornir, mál en fornu.
Drakk eigi ek drekku
dag þann, es mér sögðu
Erlings tál, at jólum
allglaðr, þess es réð Jaðri.
Þess mun dráp of drúpa
dýrmennis mér kenna,
höfuð bárum vér hæra,
hart morð vas þat, íforðum.
Þótt frændi Erlings einn, Áslákur Fitjaskalli, ynni á honum, gefur Sighvatur
raunar konungi sök á falli hans: Erlingr fell, en allríkr hragna konr olli slíku
skapat með gagni, þ. e. konungur olli því, að svo skipaðist, og vann það til
sigursins.
Snorri Sturluson lætur svo í Olafs sögu sem konungi hafi þótt vígið illt, og
það er víst, að hann erfði ekki við skáldið ásökun þess. A. m. k. tók hann svari
Sighvats, er Þormóður Kolhrúnarskáld sneiddi að honum á Stiklarstöðum, þá er
Ólafur konungur kallaði á skáld sín og hað þau ganga í skjaldborgina. Þá mælti
Þormóður til Gizurar: „Stöndum eigi svo þröngt, lagsmaður, að eigi nái Sig-
hvatur skákl rúmi sínu, þá er hann kömur. Hann mun vera vilja fyrir konungi,
og ekki mun konungi annað líka.“
Konungur heyrði þetta og svarar: „Ekki þarf Sighvati að sneiða, þótt hann
sé eigi hér. Oft hefir hann mér vel fylgt. Hann mun nú biðja fyrir oss, og mun
þess enn allmjög þurfa.“
Stephan G. Stephansson vissi, hvað hann söng, þegar hann orti m. a. svo um
Sighvat í kvæði, er hann nelndi Hirðskáldið: