Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 69
ANDVARI
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
67
Mínóskir sendiboðar færa egypzkum höfðingja gjafir. — Hluti af mynd í grafhýsi
Menkheperresonebs í Þebu frá því mn 1470 f. Kr.
Þess er áður getið, að Sólon hafi haft vitneskju sína um Atlantis frá egypzk-
um fræðimönnum. Sé það rétt ályktað, að Atlantis sé hið forna mínóska veldi,
vaknar spurningin: Hvað gátu fróðir Egyptar á dögum Sólons vitað um ástandið
á Krít eins og það var 8—9 öldum áður, og hver voru sambönd þeirra þá við hið
mínóska veldi?
Fornleifafundir á Krít hafa greinilega leitt í ljós, að verzlunarsamband var
milli Krítar og Egyptalands á tímum mínóska veldisins. Egypzka nafnið á Krít
var Keftíu, og telja fróðir menn það sama nafn og Kaftór í Gamla testament-
inu, en þaðan komu Filistear. Einhver elzta egypzka heimildin um samband við
Keftíu er papýrusrúlla frá tímum Miðríkisins, þ. e. frá 3. árþúsundinu f. Kr.
í fornum egypzkum gröfum hafa fundizt leifar fléttu nokkurrar, Evernia fur-
furacea, sem Egyptar notuðu sem ífyllingu í kviðarhol smyrslinga. Jurt þessi vex
ekki í Egyptalandi, en er algeng á Krít, og talið, að hún hafi verið fengin þaðan
eða frá Hringeyjum. Furukvoða til smurnings og sedrusviður í líkkistur eru talin
hafa komið annaðhvort frá Krít eða Líbanon.
Frá 15. öld hafa varðveitzt í Egyptalandi fjögur merkileg grafhýsamálverk, er
sýna Krítarbúa færandi egypzkum valdamönnum dýrar gjafir, hvort sem það nú
hefur verið af fúsum vilja eða um einhvers konar skatta er að ræða. Eru þar á
meðal gripir, sem auðsæilega eru mínóskir, skálar, ker og bikarar, og klæða-
hurður þeirra, er bera gjafirnar, er greinilega krítverskur. Hið elzta þessara mál-