Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 52
50
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARl
var orðinn sjötugur og þá áhorfandi þjóðmálabaráttunnar. í grein, sem
Sverrir skrifaði um Jónas áttræðan, segist honum á þessa leið:
„I þau tíu ár, sem ég hefi þekkt Jónas Jónsson, hef ég aldrei orðið
þess var, að hann harmaði sitt áhorfendahlutskipti í hinu stóra þjóðleik-
húsi vor allra, íslenzkri sögu. Hg hefi hann jafnvel stundum grunaðan
um að hafa gaman af því þægilega ábyrgðarleysi, sem er sérréttur stúku
og áhorfendapalls. Jónas Jónsson situr dag hvern og horfir á leik gamalla
andstæðinga og skoðanabræðra, þar sem þeir ganga fram á fornum fjöl-
um hússins, hver með þá grímu, er hlutverki hans hæfir. . . . Gamli mað-
urinn í áhorfendasætinu þekkir þennan sviðsheim út í yztu æsar, getur
botnað hverja hálfkveðna vísu, sem þar er mælt af munni fram, kann
hverja leikbrellu og glottir kalt, jafnt að ungum stamandi viðvaningum og
gömlum goðunum, sem kennt er að geifla á saltinu. . . .
Oft hef ég furðað mig á því, hve fast Jónas Jónsson lifir með sarntíð
sinni á gamals aldri, hve fátt sleppur undan athygli hans. Já, hann nýtur
enn sjónleiksins með öllum skynfærum eins og óspilltur sveitapiltur, sem
kemur í leikhús í fyrsta skipti á ævinni“ (Sverrir Kristjánsson í Þjóðvilj-
anum 1. maí 1965).
Saga Jónasar Jónssonar er svo mikil og stórbrotin, að hún verður ekki
rakin til neinnar hlítar í tímaritsgrein eins og þessari. Svo víða kom hann
við, svo umdeildur var hann, svo sérstæður var persónuleiki hans. Um
hann hefur verið sagt, að hann hafi verið allt í senn rómantískur hug-
sjónamaður, raunsær framkvæmdamaður, mikið skáld og listamaður. Allt
getur þetta staðizt. Halldór Laxness hefur sagt um Jónas, að hann væri
sterkasti persónuleiki síns tíma hérlendis. Vafalítið er það rétt. Hann var
stór í öllu. Vinum sínum ljúfur, umburðarlyndur og ráðhollur, en and-
stæðingum sínum oft óvæginn og langrækinn. Hann var gæddur rneira
starfsþreki, starfsvilja og starfshæfni en flestir aðrir. Imyndunarafl hans
var ótrúlega frjótt, næmið og minnið mikið, og hann sá marga hluti á
undan öðrum. Hann var haldinn óhilandi trú á málstað sinn og réttmæti
skoðana sinna og baráttuaðferða. Þar fannst sjaldan vottur efasemda. I
þessu fólst rnestur styrkur hans og veikleiki. Slíkur maður getur ekki annað
en staðið eða fallið með skoðunum sínum og verkum. Þess vegna vann
hann hina mestu sigra, en beið einnig mikla ósigra.
Svo skammt er síðan Jónas var „umdeildasti íslendingur þessarar aldar“,