Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 103
andvari
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
101
vágs. Dáins (dvergs) munvágr (vökvi, er mann munar í: drykkur): skáldskapur.
Minna rnætti á til samanburðar orðið mungát: diykkur, el. það, sem liuganum
gezt að.
Sighvatur hið gamla og löngu viðurkennda skáld kann ekki við það, að menn
séu að finna að kveðskap hans, segir, að þeir, sem mestar skynjar kunni skáld-
skaparins, þ. e. séu dómbærastir á hann, muni síður en svo (Bæjarbók hefur síð:
seint) finna braglýti á kveðskap svinns (hins vitra, snjalla) Sighvats. Sjáum vér
í þessu sjálfshóli skemmtileg ellimörk á skáldinu. í síðari hluta vísunnar er gagn-
rýnandinn kallaður haldorðr (sá, sem heldur fast við orð sín) skjaldar éls (orustu)
boði: (her)maður, og skáldið segir, að hver slíkur þrákálfur, er hnekkir því (vé-
fengir það), sem allir mæla, muni efalaust gera sig að fífli, verða að undri.
í Flateyjarbók segir svo frá andláti Sighvats skálds, í 328. kapítula Ólafs
sögu helga:
Nú er að þeirri stundu leið, er almáttigur guð vildi kalla Sighvat fram af
þessum heimi, þá tók Sighvatur til að yrkja drápu um Ólaf konung hinn helga
og stælti eftir Sigurðar sögu [setti í stál, eins konar stef, úr Sigurðar s. Fáfnis-
bana]. Sighvatur kom þá á skipi við ey þá, er Selja heitir. Og er hann var þar
kominn, þá varð sá atburður, að einn bóndi, sá er á meginlandi bjó inn frá eyj-
unni, tók mikla sótt, svo að hann var banvænn, en kona hans sat yfir honum
með hryggum hug. Og er máttur bóndans tók að minnka, þá vitraðist Ólafur
konungur konu bóndans í draumi og mælti við hana: „Nú skulum við skipta
verkum. Þú skalt fara til móts við Sighvat, skáld mitt, en eg mun sitja yfir bónd-
anum, og seg honum svo, að eg vil eigi, að hann stæli drápu þá, er hann yrkir
um mig, eftir Sigurðar sögu, heldur vil eg, að hann stæli eftir Uppreistarsögu"
[sögu af upprisu frelsarans]. Nú eftir þessa vitran fór húsfreyja til móts við
Sighvat og sagði honum, hvað konungur hafði henni vitrað, og eftir það fór
hún heim. En meðan hún hafði á brottu verið, þá hafði Ólafur konungur vitrazt
bóndanum og gert hann heilan. Sighvatur sneri þá drápunni og stælti hana eftir
Uppreistarsögu. Og eftir það tók Sighvatur sótt harða. í þeirri sótt vitraðist hon-
um hinn heilagi Ölafur konungur og bauð honum með sér að fara og kvað á
dag, hvenær hann mundi í móti honum koma. Nú er sá dagur kom, er konungur
hafði á kveðið, þá kvað Sighvatur vísu þessa:
Seinn þykki mér sunnan
sókndjarfr Haralds arfi,
langr es, en lýðum þröngir
lífs sorg, konungs morginn,