Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 180
178
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARl
VIII
Ef litið er síðan til þeirra liöt’unda, sem á síðasta ári sendu frá sér skáldsögur
í hefðbundnum stíl, fer ekki illa á því að minnast fyrst á Hringekjuna eftir Jó-
hannes Helga.
Þessi saga er einhvers konar tilhlaup til formbreytingar, en af stökkinu verð-
ur ekki. Mér er næsta torvelt að lýsa áhrifum þessarar bókar á mig eða því,
hvernig ég upplifði hana. Helzt finnst mér ég hafa hlustað á mann rausa í síma
með hávaða og miklum tilhurðum og óskaplegum orðaflaumi, en hvað hann tal-
aði um, man ég ekki, og ég héf ákveðna tilfinning fyrir því, að hinum megin við
línuna hafi enginn verið eða kapallinn hafi verið í sundur og síminn dauður.
Idöfuðeinkenni á stíl Hringekjunnar er fjarskalegt orðasvall, stór orð, hávær
og skrautleg. Vera má, að einhverjir skynji þetta sem tiginn og glæsilegan stíl,
en mér virðist hann skorta innstæðu að baki orðanna.
Skrautgirni höfundar er mikil. Honum er í mun að lýsa glæsilegu sögufólki.
Mikil áherzla liggur á því, hversu það ber sig og hreyfir, og hvernig það er klætt
í góðair flíkur.
Ef segja mætti, að Guðbergur Bergsson hatist við mannlegt hold, virðist Jó-
hannes Helgi að sama skapi áfjáður dýrkandi lifandi mannskroppa, ekki sízt
kvenkyns, og þeirrar munúðar, sem þetta lífsfyrirbæri kann að njóta og láta í té.
Mannlýsingar sögunnar eru yfirborðslegar og dauðar tegundarmyndir. Megin-
áherzla liggur á lýsingu Gauta, og heita má, að síðari helmingur bókar snúist urn
hann einan. Klifað er á glæsimennsku hans, snilli og vitsmunum. Hins vegar
afsannar Gauti þær kenningar jafnharðan með eigin orðum og breytni í hvert
skipti, sem hann birtist, og eftir stendur myndin af sjálfsumglöðum og rudda-
fengnum bósa.
Því miður er Hringekjan misheppnað verk, hvort heldur menn vilja líta á
hana sem formlega tilraun eða skáldsögu í hefðbundnum stíl.
IX
Á síðasta ári gaf Guðmundur Elalldórsson út fyrstu skáldsögu sína, Undir
Jjásins egg.
Hún gerist í norðlenzkri byggð og segir af ungum manni, sem á um tvo kosti
að velja: Flytjast brott á mölina eða hefja búskap.
Elann býr 'hjá aldurhnignum, slitnum foreldrum og vinnur búi þeirra; á
jeppa; þekkir konu, sem hann ann; drekkur stundum í meira lagi, að rnanni
skilst; er bundinn sveit sinni sterkari böndum en svo, að hann megni að slíta
þau. Þvert ofan í allar forsendur situr hann því um kyrrt, þegar foreldrar hans,
sem eru stórum raunsærri á aðstæður sínar, 1 lytjast út í þorpið.