Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 179
ANDVARI
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
177
sviðið er órætt, e. t. v. þorp suður með sjó í nágrenni Keflavíkurflugvallar. Bókin
er full af innskotum og útúrdúrum, fantasíum og hliðarstökkum. Frásögnin ein-
kennist af sprettum, þar sem höfundur fer á kostum hugkvæmni og svellandi
húmors, en svo kubbar hann þráðinn sundur til að fara út í aðra sálma.
Satíra og lýsingar fáránleika virðast sterkust hlið höfundar, og þeir eigin-
leikar njóta sín hvað bezt í kaflanum um heimkomu hermannaekknanna og tali
þeirra og svo í kaflanum um samkvæmið í sjoppunni.
Auk húmors er gjörsamlegt virðingarleysi fyrir öllum hefðbundnum lífsgild-
um og hátíðleika megincinkenni á þessari bók Guðbergs. Djúpstætt mark á skáld-
skap hans er sú andstyggð, er hann virðist hafa á öllum h'kamlegum samskiptum
og þörfum manna. Mannlegt hold og líf þess virðist vera honum viðbjóðsefni
framar öðru. Að þessu leyti rninnir hann ekki svo lítið á garnlan meistara furðu-
sagna, Jonathan Swift. Hér virðist vera urn kjarnlægt, persónulegt höfundarvið-
horf að ræða.
Um hvað er þá Anna?
Framar öðru skil ég hana sem úttekt og skilgreining á íslenzku nútímalífi.
Höfundurinn skynjar heim okkar tíma sem sundurtætta, gjörruglaða veröld.
og þessum heimi steypir hann í rúst. Hin þrjú samstæðu verk hans eru eins
konar ragnarök. Eftir liggur heimurinn í ösku. Með gjörsamlegri ruglandi tekst
honum að láta okkur sjá ákveðna hluti og lífsþætti í nýju ljósi. Engu skal um
það spáð, hvað upp úr rústunum kann að rísa.
’ VII
Þau þrjú skáldverk, er að framan getur, eru hin eiginlegu formbyltingarverk
í sagnaskáldskap, sem út kom á árinu 1969.
Innbyrðis eru þetta ólíkir höfundar, en sameiginleg er þeim meðvituð og
tnarkviss viðleitni til nýsköpunar íslenzks prósaskáldskapar. Sameiginleg eru þeim
einnig allsherjar endurmat og ný skilgreining á lífi og stöðu manna á íslandi nú.
Skáldin öll bregða nýju ljósi yfir heim okkar. Við skynjum okkur sjálf og líf
okkar á nýjan hátt eftir lestur bóka þeirra.
011 gera þau mikla kröfu til virkrar hugsunar lesenda sinna. Það er sameigin-
legt megineinkenni.
Ekki skal neitt um það fullyrt, að öll þessi verk séu mikilsháttar skáldskapur.
Þetta eru þó þau þrjú skáldverk frá síðasta ári, sem í mínum augum skipta mestu,
einkum vegna afdráttarlausrar viðleitni höfundanna til að fást við vanda, sem
máli varðar í lífi nútímamanna.
12