Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 89
ANDVARI
FRÁ SIGHVATI SKÁLDI ÞÓRÐARSYNI
87
gerðist lians maður og fylgdi honum síðan. Var hann þá með konungi, er þetta
var tíðinda. Sighvatur var sonur Þórðar. Hann var að fóstri með Þorkatli að
Apavatni. En er hann var nálega vaxinn maður, þá fór hann utan af landi með
kaupmönnum, og kom skip það urn haustið til Þrándheims, og vistuðust þeir
menn í héraði. Þann sama vetur kom Olafur konungur í Þrándheim, svo sem
nú var ritið. En er Sighvatur spurði, að Þórður faðir hans var þar með konungi,
þá fór Sighvatur til konungs, hitti Þórð föður sinn og dvaldist þar um liríð. Sig-
hvatur var snimma skáld gott. Hann hafði ort kvæði um Ólaf konung og bauð
konungi að hlýða. Konungur segir, að hann vill ekki yrkja láta um sig, segir,
að hann kann ekki að heyra skáldskap. Þá kvað Sighvatur:
HlýS mínum brag, meiðir
myrkblás, þvít kannk yrkja,
alltiginn, máttu eiga
eitt skald, drasils tjalda.
Þótt öllungis allra,
allvaldr, lofi skalda,
þér fæk hróðrs at hváru
hlít, annarra nítiS.1)
Ólafur konungur gaf Sighvati að bragarlaunum gullhring þann, er stóð hálfa
mörk. Sighvatur gerðist hirðmaður Olafs konungs. Þá kvað hann:
Ek tók lystr, né ek lasta,
leyfð íð es þat, síðan,
sóknar Njörðr, við 9verSi,
sá es minn vili, þínu.
Þollr, gaztu húskarl hollan,
höfum ráðit vel báðir,
látrs, en ek lánardróttin,
linns blóða, mér góðan.2)
Sveinn jarl hafði látið taka um haustið hálfa landaura af íslandsfarinu, svo
sem fyrr var vant, því að Eiríkur jarl og Hákon jarl höfðu þær tekjur sem aðrar
að helmingi þar í Þrándheimi. En er Ólafur konungur var þar kominn, þá gerði
1) Hlýð brag mínum, alltiginn meiðir myrkblás itjalda drasils (tjalda drasill: skip, meiðir þess:
víkingur), þvít kannk yrkja; máttu eiga eitt skald. Þótt nítið öllungis lofi allra annarra skalda,
allvaldr, fæk þér hlít hróðrs at hváru.
2) Ek tók lystr við sverði þínu (Ég gerðist fúslega hirðmaður þinn), sóknar Njörðr (hermaður);
né lasta ek [þat] síðan; leyfð íð es þat; sá es vili minn. Þollr iinns blóða (maður, konungur), gaztu
hollan húskari, en ek lánardróttin góðan mér; höfum háðir ráðit vel.