Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 87
FINNBOGI GUÐMUNDSSON:
Frá Sighvati skáldi Þórðarsyni
jóhctnn Briem gerði myndirnar
Athyglisvert er, að það fornskálcl íslenzkt, Sighvatur Þórðarson, sem einna
mest er varðveitt eftir af kveðskap, á sér ekki samfellda sögu eins og t. a. m. þeir
EgiII, Hallfreður, Kormákur og Björn Hítdælakappi. Aðalheimild um Sighvat
er Ólafs saga helga Snorra Sturlusonar, sem bæði er til sérstök í mörgum hand-
ritum og í þeirri mynd, er Snorri fékk henni, þegar hann felldi hana síðar inn
í Heimskringlu.
Sumir ritarar Ólafs sögu helga fóru allfrjálslega með texta Snorra og juku
hann stundum eða breyttu honum skemmtilega eftir öðrum heimildum eða þegar
efnið freistaði þeirra. Surnt í þeirri mynd af Sighvati skáldi, er vér nú þekkjum,
er þannig til kornið. Af heimildum um Sighvat, eldri en verk Snorra, virðist
Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða hafa verið drýgst. En um hana fáum vér
bezta vitneskju í Flateyjarbók, í smáþáttum þeim, er sr. Magnús Þórhallsson,
tnnn síðari tveggja skrifara eldra hluta bókarinnar, las saman úr Ólafs sögu
Styrmis, sökum þess að sr. Jón Þórðarson, hinn skrifarinn, hefði sleppt þeim eða
ekki ritað þá svo fulllega, þegar hann skrifaði Ólafs sögu helga fyrr í bókinni.
Einn þessara þátta Styrmis segir frá því, með hverjum hætti Sighvatur varð
skáld. Styrmi hefur ekki þótt hlýða að rekja skáldskapargáfu Sighvats til Óðins,
svo sem tíðkaðist í heiðni, heldur er í frásögn hans leitað nýrrar skýringar.
Fer hér á eftir umrædd frásögn:
Ólafur konungur hafði með sér marga íslenzka menn og hafði þá í góðu yfir-
læti og gerði þá sína hirðmenn. Einn af þeirn var Sighvatur skáld, hann var
Þórðarson. Hann var fæddur út á íslandi á þeirn bæ, er að Apavatni heitir. Þar
bjó sá maður, er Þorkell heitir. Hann fæddi upp Sighvat og fóstraði. Sighvatur
Fótti heldur seinlegur fyrst í æskunni. I Apavatni var fiskveiður mikil á vetrum.
Það barst að einn vetur, þá er rnenn sátu á ísi og veiddu fiska, að þeir sá einn
mikinn fisk og fagran í vatninu, þann er auðkenndur var frá öðrum fiskum.
Þann fisk gátu þeir eigi veitt. Austmaður einn var á vist með Þorkeli. Hann
mælti einhvem dag við Sighvat, að hann skyldi fara til vatns með honum og
sitja á ísi. Og er þeir koma á ísinn, þá bjó Austmaðurinn til veiðarfæri Sighvats.
Síðan sátu þeir á ísinum um daginn. Sighvatur veiddi þá hinn fagra fisk, þann
er margir vildu veitt hafa. Síðan fóru þeir heim, og sauð Austmaður fiskinn. Þá