Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 172
170
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
Ég á einkum við iþað sjónarmið að líta á listform skáldsögunnar sem ákveðna,
óumbreytanlega staðreynd. Að vísu hefur þetta listform ekki verið skýrt eða skil-
greint í umræðunum, og slízt af þeirn, sem haldið hafa þessum sjónarmiðum fram.
'Þó liggur í loftinu, að helzt sé átt við frásagnarform hinnar epísku, natúral-
ísku skáldsögu með ákveðnum sögutíma, sögusviði, sögupersónum, söguþema,
atvikarás og aðstæðum.
Þá hefur mátt sjá þeim skoðunum hreyft, að í þvílíkum söguheimi beri höf-
undunum framar öðru að koma á framfæri ákveðnum lífsviðhorfum og skiln-
ingi. Um það, hverjar skoðanir skuli frarn fluttar, skiptir þó nokkuð í tvö horn.
Sumir vilja söguhetjur, er beri höifuðið hátt, horfi djörfum augum á heiminn,
sjái fegurðina og séu glaðar og meðvitandi um göfgi síns kynstofns og gildi þess
lífs, sem við lifum.
Aðrir kjósa snoðlíkar hetjur, þó með þeirri tilbreytni, að þær séu gæddar
bjartsýnum byltingarhug og óbilandi trú á annað og betra skipulag en þær hrær-
ast í eða við búum við.
Gagnrýni talsmanna þvílíkra sjónarmiða hefur einkum beinzt gegn nokkrum
höfundum úr hópi ungra sagnaskálda og að tveimur meginatriðum í list þeirra:
Annars vegar að sjálfu frásagnarforminu og aðferðinni. Hins vegar að afstöðu
þeirra og lífsviðhorfum, eins og gagnrýnendurnir hafa talið sig skynja þau í
verkunum.
III
Þótt varast beri, eins og áður sagði, að draga of ákveðnar ályktanir eða niður-
stöður um stöðu íslenzkrar sagnagerðar af þeirri mynd, sem útgáfa sagnaskáld-
skapar á síðasta ári birtir okkur, virðast nokkuð skýrar línur ráðandi í þeim skáld-
skap, er þá kom út.
Unnt væri að sldpta prósaskáldverkum ársins í tvær megingreinar: Form-
byltingarverk og hefðbundnar sögur.
Innan hvors flokks eru þó, eins og nærri má geta, fjarskalega mismunandi
verk og ólíkir höfundar.
Næst mætti spyrja eitthvað á þá leið, hvað átt sé við með formbyltingarverki
og hvað réttlæti þá nafngift.
Höfuðeinkenni þeirra verka, sem hér verða táknuð með þessu nafni, er það,
að höfundar þeirra beita ekki natúralískri, epískri frásagnaraðferð. Hin formlega
bylting þeirra beinist gegn því raunsæi og natúralisma, sem heita rná, að hafi
verið allsráðandi í íslenzkri sagnagerð síðustu öld, að því er varðar frásagnarhátt
og aðferð.
Svo sterk hefur þessi raunsæilega hefð verið í sagnagerð á Islandi, að jafnvel