Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 130
128
JÖRGEN BUKDAHL
ANDVABl
framar — gleymdi henni, er hann leit í blá augu Þórdísar í Ögri. Hann hlaut
ástir margra kvenna, en batt aldrei tryggð við neina.
Daginn eftir kvaddi ég þennan afskekkta stað norður við heimskaut. Þegar
vélin hóf sig til flugs frá ísafirði, sá ég ljallið upp af Amardal, og það glytti í
ána í dalsmynninu. Síðan var flogið með ströndum fram til Reykjavíkur.
Skömmu fyrir brottförina heimsótti ég Bessastaði. Eitt sinn sat Snorri þessa
jörð, og löngu seinna sérkennilegt skáld, Grímur Thomsen. Hér dró hann sig í
hlé eftir viðburðaríkt líf í Danmörku og víðs vegar í Evrópu. Hér samdi hann
tvær ljóðabækur, sem einkenndust af fáguðum og meitluðum stíl og gerðu nafn
hans ódauðlegt. Fyrir daga Gríms var latínuskóli á Bessastöðum. Forseti íslands
hefur hér aðsetur sitt, og sýndi hann mér herbergi, sem áður var skólastofa, þar
sem Jónas Hallgrímsson sat á skólabekk.
Nóttina eftir flaug ég til Kaupmannahafnar. Við stigum upp í stjörnulausa
nótt og kvöddum Ijósadýrðina í Reykjavík. Flogið var með suðurströndinni, og
í myrkrinu blikuðu einmana ljóstýrur sveitabýlanna, Vestmannaeyjar hurfu sjón-
um og loks gráleitur bjarmi á vinstri hönd, Vatnajökull. Síðan var stefnan tekin
út á Atlantshaf. Við fengum kvöldkaffi, meðan ísland varð að daufum skugga
og hvarf inn í myrkrið. Menn tóku á sig náðir, og ég vaknaði ekki fyrr en undir
morgun. Eg leit út. Svört, gárótt sker hímdu í grárri morgunskímu. Þetta voru
Hjaltlandseyjar. Hálfri annarri klukkustund síðar flugum við yfir vesturströnd
Jótlands — yfir Arósa — og hálftíma seinna var lent í Kastrup. Mér varð hugsað
til landnámsmannanna, sem velktust stundum mánuðum saman á opnum bátum
á Norður-Atlantsha'fi áður en þeir náðu landi. Nú tekur ferðin aðeins sjö klukku-
stundir. Við höfum beizlað náttúruöflin og stytt vegalengdir. Við spörum tíma,
en erum tímabundnari en nokkru sinni fyrr. Skyldi nokkur saga geta um okkur
eftir þúsund ár? Tækni og andi? Hraðinn þurrkar út. Aðalatriðið er ekki að
ferðast, heldur að vera, einbeita sér, sökkva sér niður í eitthvað, flýta sér hægt
— festina lente. Eistin að lifa er fólgin í næði og ró — láta hverjum degi nægja
sína þjáningu, á hverju sem gengur...
Ég var hálfringlaður, er ég stóð aftur á danskri grund. Meðan ég barst með
straumi árrisulla Kaupmannahafnarbúa, mjólkurvagna, reiðhjóla og bifreiða,
hvarflaði hugurinn norður um haf til ísafjarðar og Arnardals, þar sem bleik
haustsól skein á gamla túnið hennar Kötlu og fund Þormóðs og Þorbjargar bar
saman af hendingu með þeim hætti, að heimurinn man þennan fund eftir þús-
und ár.
Guðrún Guðmundsdóttir íslenzkaði.