Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 59
andvari
ER ATLANTISGÁTAN AÐ LEYSAST?
57
Fyrir þessu landi réðu margir konungar, sem mynduðu konungasamband. Vald
peirra náSi allt til vesturmarka Egyptalands, og í Evrópu náSi það til Toskana á
Ítalíu. Hinir braustu Aþeningar sigruSu árásarliSiS, en síSan komu feiknlegir
jarðskiálftar og tortímdu öllum her þeirra, en landið mikla, Atlantis, sökk í sæ
og hvarf, og þar sem það var áður, varð ósiglandi vegna þeirrar miklu eðju, sem
þar myndaðist.
í þættinum Kritías er að finna miklu ýtarlegri lýsingu á Atlantis. Kritías
segir hina egypzku presta hafa frætt Sólon á því, að ófriðurinn milli Atlantisbúa
og Aþeninga hafi verið fyrir 9000 árum. I árdaga skiptu guðirnir jörðinni milli
sín, og kom þá Atlantis í hlut Póseidons. Fékk hann þar bústað börnum þeim
mörgum, er hann gat við konu ónefndri í þvísa landi. Á Atlantis var sléttlendi
mikið og frjósamt, og reis fjall upp af því miðsvæðis. Þar bjó maöur að nafni
Evonor með'konu sinni Leusippu. Dóttur áttu þau, er Kleitó hét. Póseidon felldi
astarhug til hennar og gekk að eiga hana. Til að einangra fjallið, þar sem hún
hjó, svo að þangað kæmist enginn, gerði hann þrjú hringlaga síki, er umluku
fjallið. Tvær lindir lét hann spretta fram á miðsvæðinu innan innsta síkisins, og
var önnur þeirra heit, en hin köld. Fimm sinnum gat Póseidon tvíbura við
Kleitó, allt syni. Landinu skipti hann í tíu hluta, og kom sá bezti, umhverfis
bústað Kleitóar, í hlut frumburðarins, og varð hann eins konar yfirkonungur og
hlaut nafnið Atlas, en landið nafnið Atlantis. Konungdómur gekk ætíð í arf til
elzta sonar. Er aldir liðu, hlóðst á þetta konungsríki svo mikill auður, bæði sakir
frjósemi landsins og vegna víðtækra verzlunarsambanda, að slíks þekktust eigi
ónnur dæmi. Landið var málmauðugt, og einkum var mikið unnið af orichalcum
— með því er líklega átt við einhvers konar eirblöndu —. Timburskógar voru þar
nógir og gnægð dýra, villtra sem taminna, m. a. mikiÖ af fílum. Landið var frjó-
samt og gaf tvær uppskerur árlega. Aldinrækt var mikil.
Fzta hringsíkið um hina fornu háborg (metropolis) landsins var þrjú skeið-
rum á breidd og hringræma lands innan við jafnbreið. Þá kom annaÖ síki tvö
skeiðrúm á breidd og jafnbreið hringræma innan við. Þá innsta síkið, eitt skeið-
rum á breidd, og umlukti miðeyna, sem var fimm skeiÖrúm í þvermál. Brýr voru
yfir síkin, og þau vom tengd skipgengum jarðgöngum undir landræmunum.
Fyrr í þættinum er sagt, að miÖeyjan hafi veriÖ 50 skeiðrúm frá sjó. Á miðeynni
var musteri helgað Póseidon og Kleitó, prýtt gulli, silfri og fílabeini. Þar var og
konungshöllin. Lindirnar tvær, heit og köld, sem fyrr getur, voru notaðar m. a.
dl ljúflegra baða, heitra á vetrum. Sérstök böð vom fyrir konung, önnur fyrir
venjulega borgara og sérstök böð fyrir konur.
í musteri Póseidons vom hátíðir á víxl 5. og 6. hvert ár, og þangaÖ komu hinir
tiu konungar eyjarinnar. Á landeigninni í kring var fjöldi nauta, og var á þeim