Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 32
30
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARl
Jónas félagsfræði og samvinnusögu, og gerði sú kennsla einkum garðinn
frægan. En jafnframt því að vera dáður kennari gerði Jónas sér far um
að umgangast nemendur sína sem félaga og var jafnan reiðubúinn að greiða
götu þeirra, sem leituðu til bans. Það mátti lieita sammerkt um nær alla
nemendur Jónasar, að þeir urðu aðdáendur bans og margir þeirra öflugir
fylgismenn hans, einkum þó á fyrstu árunum. Ohætt er að fullyrða, að
starfsemi Samvinnuskólans hefur haft ómetanlega þýðingu fyrir samvinnu-
hreyfinguna, en nemendur hans hafa þó komið miklu víðar við sögu og
margir þeirra orðið dugmestu athafnamenn landsins.
Samtímis því, að Jónas tók við stjórn skólans, gerðist hann ritstjóri Sam-
vinnunnar og annaðist ritstjórn hennar til ársloka 1946. Hann skrifaði
mikið í Samvinnuna um samvinnumál, einkum þó fyrstu árin, þegar
harðast var sótt að samvinnuhreyfingunni. A þeim árum skrifaði hann
einnig mikið um samvinnumál í Tímann. Hann var jafnan tilbúinn að
taka sér penna í hönd, ef samvinnuhreyfingin þurfti á að halda. Hann
var um þriggja áratuga skeið öflugasti talsmaður hennar á ritvellinum.
Þá lagði hann merkan skerf til sögu hennar með ritum sínum um íslenzka
samvinnumenn, auk þess sem hann vann mjög mikilvægt starf í þágu sam-
vinnufélaganna með undirbúningi samvinnulaganna 1921. Það var að
ráðum hans, að Sigurður í Yztafelli skipaði Magnús Sigurðsson bankastjóra
við Landsbankann, því að Magnús tók að sér að sjá svo um, að samvinnu-
hreyfingin fengi rekstrarfé til jafns við önnur verzlunarfyrirtæki. Olli það
mildu um vöxt kaupfélaganna næstu árin.
Það var enn ætlun Jónasar, þegar hann gerðist skólastjóri Samvinnu-
skólans, að helga sig einkum skóla- og fræðslumálum, en gerast ekki for-
vígismaður í stjórnmálabaráttunni. Atvikin höguðu því hins vegar á annan
veg. Maður, sem var jafnvirkur í stjórnmálabaráttunni, bæði með blaða-
skrifum, samtölum við menn og fundahöldum, lenti viljandi og óviljandi
í fylkingarbrjósti. Málflutningur Jónasar var og tíðum þannig, að menn
urðu að taka afstöðu með honurn eða móti. Þannig aflaði hann sér ekki
aðeins eindreginna fylgismanna, heldur engu síður harðra mótstöðumanna.
Brátt kom líka svo, að keppinautar samvinnufélaganna og andstæðingar
Framsóknarflokksins töldu Jónas höfuðandstæðinginn og beindu rneira
skeytum sínum gegn honum en nokkrum manni öðrum. Öhætt er því að
segja, að um og eftir 1920 er Jónas orðinn sá stjórnmálamaður þjóðar-