Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 29
ANDVAJiI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ IIRIFLU
27
framboðslista, er væri kenndur við óháða bændur. Gestur á Hæli beitti
sér fyrir því, að Ágúst Helgason í Birtingabolti skipaði efsta sætið á list-
anum, en Jónas, sem staddur var á fundinum, fékk bann og aðra til að
fallast á, að Sigurður Jónsson í Yztafelli yrði í efsta sætinu og Ágúst í
öðru. Eftir að framboðið bafði þannig verið afráðið, tóku þeir Gestur og
Jónas til óspilltra mála. Jónas mun einkum bafa snúið sér til ýmissa for-
ustumanna ungmennafélaganna og bvatt þá til að duga vel. Urslitin urðu
ótrúlega hagstæð. Listi óháðra bænda fékk 1290 atkvæði eða aðeins 47
atkvæðum færri en listi Sjálfstæðisflokksins (þversuinmanna) og 660 at-
kvæðum færri en listi Heimastjórnarflokksins, þar sem Hannes Hafstein
var efstur á blaÖi. Munaði aðeins 38 atkvæðum, að listi óháðra bænda
fengi tvo menn kjörna. Listi Bændaflokksins fékk liins vegar ekki nema
435 atkvæði og listi Alþýðuflokksins, sem bauð nú fram í fyrsta sinn, 398
atkvæði.
Hinn mikli sigur óháðra bænda varð til þess, að flokkurinn, sem Jónas
fyrirbugaði, var stofnaður fyrr en hann hafði ráðgert. Alþingi hafði
verið kvatt saman til aukafundar 11. desember 1916, og hittust fimm
þingmenn á SeyÖisfirÖi, er þeir voru á leið til þings. Þeir ákváðu þá að
stofna nýjan þingflokk, er suður kæmi. Meðal þeirra félaga voru Sig-
urður í Yztafelli og Sveinn Olafsson, er hafði náð kosningu í Suður-
Múlasýslu sem frambjóðandi óháðra bænda í kjördæmakosningunum
þá um haustið. Þegar suður kom, bættust við fleiri þingmenn. Hinn
16. desember ákváðu átta þingmenn formlega að stofna nýjan flokk og
gáfu honum nafnið Lramsóknarflokkurinn. Jónas var hafður mikið í ráð-
um í sambandi við þessa flokksstofnun, og ber stefnuskrá flokksins, sem
var samþykkt á fundi í þingflokknum 12. janúar 1917, nrjög svip þeirrar
stefnu, sem boðuð hafði verið í Skinfaxa. Það var ein fyrsta ákvörðun
flokksins, að bann skyldi taka þátt í þjóðstjórn, ásamt beimastjórnarmönn-
um og þversummönnum, og var Sigurður Jónsson í Yztafelli valinn til
þess að verða fulltrúi hans í ríkisstjórninni. Lullvíst er, að Jónas átti mik-
inn þátt í því, að SigurÖur var valinn ráðherra flokksins. Jónas reyndist
líka öflugasti stuðningsmaður bans, meðan bann var ráðherra, en allmikill
styr stóð um Sigurð, en bann var sem ráðherra yfirmaður þeirrar stofn-
unar, sem mestar deilur voru um, landsverzlunarinnar.
Stofnun Lramsóknarflokksins rak á eftir því, að Tíminn hæfi göngu