Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 66
64
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Knossosltöll, suSurínngangur. Endurgerð Arthurs Evans.
þvílíku, er þekkist frá fornöld. Svo aftur sé vitnað í Durant: „Þeir safna í stein-
leiðslur vatni úr lækjum eða lofti, beina því gegnum og inn í baðherbergin eða
náðhúsin, og leiða skólpið burt í terrakottapípum með nýtízkusniði. Hver pípa
er sex þumlungar í þvermál og þrjátíu að lengd, búin vatnslás til að taka við
botnfallinu, hún mjókkar til endans til að fa'lia inn í næstu pípu, þar sem bún
er tryggilega fest með stút úr steinlími. Grunur leikur á, að þeir hafi haft sér-
stakan vélagaldur til þess að láta heitt vatn buna inn í álmu konungsfjölskyld-
unnar.“
í listmenningu hafa hinir fornu Krítverjar náð undralangt. Leirsmíði þeirra
var snemma með ágætum bæði tæknilega og frá listrænu sjónarmiði, og skiptir
Evans sögu þeirra í menningarskeið, er byggjast fyrst og fremst á breytingum,
sem verða á skreytingu leirmuna, en tímasetningin er reist á tímatali Egypta.
Einkennandi fyrir síðustu aldir binnar mínósku menningar er ást listamannanna
á náttúrunni og skreyting leinnuna með blómum, fuglum, fiskum, kolkröbbum
og höfrungum. Sama náttúrudýrkun einkennir hin frægu veggmálverk, eða
freskur, sem sum hafa varðveitzt ótrúlega vel, en þegar um 2500 fundu Krít-
verjar upp á því að mála á votan kalkfágaðan veggflöt. Hin fegurstu þessara mál-
verka er að finna í safni í Herakleion, og er erfitt að lýsa í orðum þokka þeirra og
mýkt, léttleika í litum og línum, næmri náttúruskynjun og fínleika, sem jaðrar
við úrkynjun. Sérkennilega fagur er sá blái litur, sem áberandi er í mörgum mál-
verkanna.
Árið 1909 ritaði ungur brezkur fræðimaður, K. F. Frost, við Queens Uni-