Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 213
andvari
BRÉF FRÁ AMERÍKU
211
dregið undan „blóðugum aflaklónum“, ættu þær helzt ekki að kveinka sér. Og
einu sinni var Jón Þorláksson með verðhækkunarskatti.
Frægasti blaðamaður í Ameríku segir, að ísland sé frá náttúrunnar hendi eitt
af þremur beztu löndum á jörðinni. Hann rökstyður það ekki, en ég sé engin
takmörk fyrir, hvað úr því getur orðið, þegar farið er að nema það fyrir alvöru.
Það er sagt, að íslendingar hafi nú þegar !4 af fiskmarkaði heimsins. Þá hafa þeir
líklega helminginn, þegar þeir sitja sjálfir að miðunum og hafa setið aðra af
stokki, og %, þegar þeir hafa ræktað miðin. Islendingar geta látið laxinn synda
í halarófu heim í hvern bæjarlæk og stökkva upp í pottana. Á fárra ára fresti eru
framleidd ný afbrigði af hveiti, sem hvert fyrir sig bætir margra mílna breiðu
belti norðan við hveitilandið í Canada, og yfirleitt er það hveitið bezt, sem nyrzt
vex. Ef til vill kemur bezta hveitið frá íslandi að 100 árunr liðnum, en löngu
fyrr verða íslendingar búnir að búa sér til komtegund ef til vill eins góða eða
hetri. Náttúran býður land til tilraunastöðvar á Hveravöllum og hita og kulda
ókeypis eftir vild. Þjóðverjar eru byrjaðir að draga rafmagnið úr loftinu niður í
hveitiakrana til að auka og bæta uppskeruna. Islendingar gera ekki annað þarf-
ara með norðurljósin á sumrin, þegar enginn sér þau, hvort sem er. Mætti svo
fara, að þau yrðu metin til fjár, þótt nú sé hlegið að þeim, sem vilja fá peninga
fyrir þau. Bændurnir hérna segjast þurfa að flýta sér heim með landbúnaðamél
til að vera komnir heim áður en önnur betri kemur á markaðinn. I gær var
sýndur plógur, sem plægði sjálfkrafa. Þurfti aðeins að stýra honum fyrsta hring-
mn, svo hélt hann áfram og stýrði sér sjálfur, þangað til hann var olíulaus eða
einhver stöðv'aði hann. Þetta var nýjast í gær. Ég veit ekki, hvað er nýjast í dag.
Þó segir Ford, að bændurna vanti verkfæri, og óskar, að hann mætti eyða tíu ámm
til að finna upp verkfæri handa þeim. Ég á aðeins við það, að íslendingar geta
búið sér til alveg svo mikið af góðum verkfærum sem þeir þurfa, þegar þeir fara
að hugsa um það. ítalir eru byrjaðir að nota jarðhitann til verksmiðjureksturs. Flér
í Californíu verður það byrjað þá og þegar. ítalskur vísindamaður segir, að Etna
verði beizluð innan tíu ára. — Nóg „jarðskjálftaöfl" á íslandi til verksmiðjurekst-
urs. Islendingar em byrjaðir að jarðhita v'atn, sem áður \'ar kalt. Laugavatnið er
takmarkað, en bráðum verður vatn til hitunar, áveitu og verksmiðjureksturs látið
fara dálítinn krók niður í jörðina fyrst. Þegar heimurinn þekkir ísland, getur það
fengið svo sem einn þúsundasta af ferðamannastraumi heimsins, ef það vill,
meira vill það ekki. Það yrði atvinnuvegur á stærð við landbúnaðinn nú.
íslendingar þurfa ekki annað en bókasöfn, lestur, hugmyndir, til að sjá „vegu
a aHa vegu“. Það eru svo margir vegir til að gera Vatnajökul að blómlegri byggð,
að mig sundlar, þegar ég hugsa um það. Við megum bara ekki taka hann til þess.
~ Ekki fyrr en hvíti kynþátturinn með íslendinga í fararbroddi hefir hugsun á