Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 151
ANDVARI
LJÓÐAÞÝÐINGAR VESTUR-ÍSLENZKRA SKÁLDA
149
lady og „Hærra, minn Guð, til þín“ eftir Sarah (Söru) F. Adams. Séra Benja'
mín Kristjánsson tekur ekki of djúpt í árinni, er hann segir í ritdómi sínum
um Ljóðmæli séra Jónasar (Kvöldvaka, 1. árgangur, síðara hefti, 1951): „Þýð-
ingar hans eru margar snjallar, t. d. þýðingin á hinum undurfagra sálmi Phil-
ips Brooks: „Betlehem", sem ætti að komast inn í sálmabók vora.“
En sálmaþýðingar séra Jónasar eru af sömu róturn runnar og frumortir sálmar
hans og andleg ljóð, þar sem saman fara sterk trúarkennd, djúp og víðfeðm
hugsun, og ósjaldan einnig bæði andríki og málsnilld.
í Ljóðmælum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar (1866—1945), hins vinsæla
sagnaskálds, eru nokkrar þýðingar úr ensku og þeirra merkastar „Söngmeyjar-
slagur“ éftir Thomas Chatterton og „Fjörumar við Dee“ (The Sands of Dee)
eftir Cliarles Kingsley, víðkunnugt kvæði. Þar sem Ljóðmæli Jóhanns Magnús-
ar munu nú í fárra höndum (þau komu út á ísafirði 1898) og umrætt kvæði er
ekki langt, þykir mér vel fara á því að taka það upp óstytt:
„Ó, Marja, farðu og komdu með kýrnar heim,
og komdu með kýrnar heim,
og komdu með kýrnar heim
handan um fjörur og vað!“
En ólmt var veðrið inni’ á stöðvum þeim;
og ein hún fór af stað.
Flóðið læddist upp við svalan sand,
fór um og yfir þann sand,
og hringinn í kring þann sand,
svo langt, sem sjónin nær;
en þokan kom af hafi og huldi land, —-
og heim kom aldrei mær.
„Æ, er það fiskur, hálmur eða hár, —-
í lokkum gullið hár,
liðinnar meyjar hár —,
sem flýtur netum hjá?
Aldrei svo á silung sólin gljá’r
þeim sendnu flúðum á.“
Þeir fluttu líkið yfir löður kalt —
löður ólmt og kalt,
svo gráðugt, grimmt og kalt —
samt heyrist þeim hún kalla' pnn kýrnar snjallt
þeim sendnu fjörum frá.