Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 175
andvari
ÍSLENZKUR PRÓSASKÁLDSKAPUR 1969
173
hann haldi niðri í sér andanum og hlustí, bíði, voni: Ætlar þessari martröð ekki
að linna? Er hvergi tryggt skjól?
Hér er áreiðanlega fjallað um þungvægan vanda í lífi nútímamanna.
Jafnframt lýsir sagan vanda sambýlis. Ekki endilega vanda sam'býlis íslend-
inga við erlenda menn eða vanda sambýlis iðnaðarríkja við fátækan umheim,
heldur vanda sambýlis fólks, sem engar eða tregar samgöngur eru á milli. Menn
tala hver fram hjá öðrum, hittast aldrei. Við getum búið í sömu stofu í sama
sófa, en á milli okkar eru ekki rneiri samgöngur en á milli heimskautanna. Þessi
skortur tengsla, mannlegra samgangna, er e. t. v. mesta orsök öryggisleysis og
angistar.
Kona bókarinnar lifir í þvílíku ginnungagapi ótta og framandleika. Um
mennina viturn við minna. Við sjáum þá og heyrum að mestu með augurn og
eyrum hennar. Þó virðast strax skapast með þeim gagnkvæm tengsl. Þeir sýnast
tiltölulega öruggir, og í augum konunnar verða þeir fyrst haltir og loks að einum
manni. Hún, sem stöðugt lifir í einmana angist, án mannlegra tengsla, endar
sem steinrunnin.
Hvorug niðurstaðan er sérlega bjartsýn, en myndi hér ekki snert við djúp-
stæðum sálarlegum vanda í lífi okkar?
Furður sögunnar gefa henni blæ dulúðar. Þó er ríkjandi í frásögninni allri
skýr birta, en sú birta er vitsmunalegs eðlis.
Hvers eðlis er þá dul sögunnar? Kynni hún ekki að vera trúarleg? Kona
sögunnar er ekki aðeins eiginkona manns síns, heldur líka rnóðir hans, sem gefur
honum brjóst litlum dreng. Hvað gerist, þegar þessi kona vísar guðsmóður frá?
Hver er sá, sem ekki er rúm fyrir í húsinu á jólanótt? Kemur sérhver frelsari
sem slík ógnun, að við rennum í stein? Eða er á ferð óvinurinn sjálfur? Em
frelsari og djöfull e. t. v. görnul nöfn á táknurn, sem nú á tímum ganga undir
öðrum og nýtízkulegri hugtökum?
Hvað sem hður öllurn túlkunartilraunum, er mest um það vert, að þessi saga
höfðar ákaflega sterkt til lesanda síns sem raunhæf og ósvikin heimild urn líf og
vanda okkar kynslóðar. í látleysi og einfaldleik sínum er Leigjandinn margbrotið
og auðugt listaverk. Skýrar gáfur og vitsmunaleg snerpa andspænis dulúð, sem
lituð er trú eða trúarþörf, gæða söguna spennu og sérstæðum andlegum þokka.
V
Vaxandi táknstefna í íslenzkum prósaskáldskap setur ekki síður mark á Him-
inbjargarsögu eða Skógardraum Þorsteins frá Flamri en á Leigjandann.
Ef við segjum einföldum orðum, að leiðarminni Leigjandans sé leitin að
öiyggi, gætum við sagt, að leiðarminni Himinbjargarsögu sé leitin að von.