Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 201
ANDVAKI
13RÉF FRÁ AMERÍKU
199
ship, to be granted for the academic year 1927—1928, are similar to those ap-
plying to the Exhange Fellowship operative between the United States and Den-
mark, Norway and Sweden. Candidates must have been bom in the countries
from which they apply. They must be qualilied for graduate study and research,
and they should apply to the Secretary of the Foundation before March 1
Það virðist nú vera heldur seint að auglýsa í apríl í riti, sem kemur til Islands
í maí, að umsóknir frá íslandi þurfi að vera komnar fyrir 15. marz, nema átt sé
við 1928, en þá er það ekki fyrir háskólaárið 1927—8, nema veitt sé eftir á, en þá
er ekkert á það að byggja og mun ekki heldur venja. Þó vildi ég láta þig vita
þetta. Tel ekki miklu spillt, þó að þú reynir að ná í það, og þótt ekki náist í þetta
þúsund, getur komið annað. Hvort það kom frá íslendingi, er ekki sagt. Tilgang-
urinn, að kynna sér skóla og kennslumál, er samkvæmur anda félagsins. Skilyrðið,
að vera háskólastúdent, er alltaf sett, en mér var sagt, að það þýddi aðeins, að um-
sækjandi ætti að kunna að nota handbækur. Félagið mun vera í sambandi við
stúdentaskiptanefndina heima. Þú ættir að setja þig í samband við hana. Þar er
Þorkell Jóhannesson öllu kunnugur og mun nú sjálfur hættur að hyggja á vestur-
för.
Mér er áhugamál, að samband milli Austur- og Vestur-íslendinga haldist sem
lengst og sem bezt, tel, að það gæti orðið hvorum tveggja til góðs. Eitt af ca. 10
aðalatriðum í því máli er að skiptast á fyrirlestramönnum yfir hafið árlega a.
m. k. annað hvert ár. Auðvitað var ég sjálfur enn fjær fyrirlestrum en styrkum-
sókn, en ég spurðist fyrir um það mál. íslendingar vestra sækja fyrirlestra, þegar
fyrirlesari kemur að heiman. Þú gætir vafalaust talað um samvinnumálin heima,
skólamál, ræktun landsins, nýbýlamál o. s. frv., og fengið góða áheym. Þú gætir
sjálfsagt unnið þig áfram með því um íslenzku nýlendumar og milli þeirra og
nreira. Misjafnt lá Vestur-íslendingum orð til fyrirlesara að austan. Til sr. Kjartans
mjög vel, og var það einróma, til prófessoranna Guðmundar og Ágústs vel, til
Kvarans misjafnt, skipti það í tvö hom; til Steingríms Matthíassonar og Einars
Benediktssonar laklega, jafnvel illa — Steingríms fyrir að tala lélega um landa
sína, Einars fyrir að koma óundirbúinn og halda, að Vestur-íslendingum væri
allt boðlegt. Barlómur er fjarri skapi Vestur-íslendinga, og þeir þola hann illa
bæði Steingrími Matthíassyni og öðrum. Þeir vilja fá góðar fréttir að heiman, og
ég lái þeim það ekki. Ég þakkaði hamingjunni í hljóði, að G. frændi þinn fór
ekki.
Sagt var mér, að surnir (líklega fáir) teldu alla fyrirlesara að heiman sníkju-
gesti. Þótt einhverjir kunni að hafa gefið tilefni til þess, er það yfirleitt óverð-
skuldað, Vestur-íslendingum sjálfunr að kenna og auðvelt að laga. Þeir hafa
þann ósið að safna samskotum handa fyrirlesaranum á eftir hverjum fyrirlestri