Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 12
10
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARI
opnast ný leiÖ ungum mönnum, sem hugðu á stutt nám erlenclis, án mennta-
skólagöngu áður, en þar er átt við lýðskólana dönsku. Meðal annars hafði
Karl Finnhogason, bróðir Asgeirs, farið þá braut. Þetta mun sameiginlega
hafa ráðið því, að Jónas ákvað, ásamt tveim sýslungum sínum, Konráði
Erlendssyni (síðar kennara á Laugum) og Birni Jakobssyni (síðar skóla-
stjóra Iþróttaskólans á Laugan'atni) að sækja lýðskólann í Askov á Jótlandi,
en hann var þá víðfrægur um öll Norðurlönd. Jónas aflaði sér farareyris
með því að vera í kaupavinnu sumrin 1905 og 1906, og auk þess mun
hann hafa fengið nokkra greiðslu fyrir kennsluna á Ljósavatni. Haustið
1906 héldu þeir þremenningarnir til Askov, og stunduðu þeir þar nám
næsta vetur (1906—07). Alls voru þar þá 16 íslendingar, og var einn þeirra
Jón Sigurðsson, síðar hóndi og alþingismaður á Reynistað. Þótt Jónasi félli
margt vel í kennslu skólans og skrifaði um hann merka grein, sem hirtist
í Eimreiðinni 1908, taldi hann nánrið þar ekki fullnægja því marki, sem
hann stefndi að, en það var að verða kennari við unglingaskóla á lslandi.
Hann var því ekki nema einn vetur í Askov, en sótti um inngöngu í kenn-
araháskólann í Kaupmannahöfn næsta vetur og var veitt hún. Sumarið
notaði liann til að ferðast um Danmörku á reiðhjóli og leitaði oft gistingar
á kvennaskólum, sem héldu sumarnámskeið fyrir stúlkur, en skutu oft
skjólshúsi yfir efnalitla ferðalanga.
Farareyrir Jónasar, sem hann hafði með sér frá Islancli, var að mestu
þrotinn, þegar hér var komið sögu, og það hrökk skamnrt, sem Kristján
hróðir hans reyndi að útvega honum. Jónas sá það ráð því vænst að leita
aðstoðar Alþingis, en það hafði veitt nokkrum ungum mönnum styrk til
kennaranáms, en Kennaraskólinn var þá ckki tekinn til starfa. Eðlilegt hefði
verið, að Jónas hefði snúið sér til Péturs á Gautlöndum, þingmanns Suður-
Þingeyinga. Jónas vissi hins vegar, að Pétur var fastur á fé, og því sneri
hann sér til annars sveitunga síns, séra Árna Jónssonar á Skútustöðum,
en hann var þá þingmaður Norður-Þingeyinga. Séra Ámi tók erindi hans
vel og fékk fjárveitinganefnd neðri deildar til að flytja tillögu á þinginu
1907 þess efnis, að Jónas fengi styrk til kennaranáms á fjárlögum 1908
og 1909, 300 kr. hvort árið. Neðri deild féllst á þetta, en í efri cleild voru
þá meiri sparnaðarmenn, og felldi hún niður þennan styrk, ásamt fleirum.
Séra Árni tók tillöguna upp að nýju, þegar fjárlagafrumvarpið kom aftur
til neðri deildar, og mælti allýtarlega fvrir henni. Þykir ekki úr vegi að