Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 138
136
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
orustuna, er hann kom heim sigraður. Móðir mín hélt milcið upp á Napóleon,
]wí að hún liafði lært sögu í kvennaskólanum hjá Páli gamla Melsteð, en þessi
friðsæli gamli maður var sérstaklega hrifinn af miklum hershöfðingjum. Ég lief
haft spumir af því, að þessi Napóleonsmynd hafi víða verið á íslenzkum heimil-
um áður en íslendingar höfðu ráð á að kaupa málverk.
Um það verður varla deilt, að fá stórmenni veraldarsögunnar hafa notið svo
almennrar aðdáunar og Napóleon Bonaparte. Þetta, stafar án vafa meðal annars af
því, að borgaralegt þjóðfélag, sem komst fyrst til nokkurs þroska eftir dauða hans,
leit í honum holdtekju þeirrar framahugsjónar, sem því er í blóð borið, hinn lágt-
setta mann, sem fyrir snilligáfu sína fær gert drauminn að veruleika, hlóðfátækan
liðsforingja, sem verður keisari og setur sjálfur á sig kórónuna, meðan hinn heil-
agi faðir í Róm horfir gugginn á athöfnina. Hitt er þó kannski furðulegra, að
Napóleon nýtur enn í dag meðal umkomulausra lágstétta bæði í heimalandi sínu
og annars staðar mikillar hylli. Þýzka skáldið Heinrich Heine segir einhvers
staðar þá sögu eftir Radhel von Vamhagen, hinni menntuðu Gyðingakonu Berlín-
ar, að þegar fregnin barst þangað um ósigur Napóleons hjá Waterloo, hafi vinnu-
konan komið hlaupandi inn til húmóður sinnar hágrátandi og sagt: Fátækling-
arnir hafa verið sigraðir!
Víst er um það, að margir frelsisvinir Evrópu á fyrri hluta 19. aldar hönnuðu
þennan Korsíkumann, sem gerðist keisari Frakklands og alvaldur Evrópu. Ráðn-
ing þeirrar gátu liggur í augum uppi: Napóleon var ekki aðeins keisaralegur
uppskafningur, sem var heppnari í teningskasti lífsins en flestir aðrir. Hann var
sonur frönsku byltingarinnar og framhald hennar. Þótt hann færi stundum hörð-
um orðum um margt, sem hún framdi, afneitaði hann aldrei byltingunni. Hann
vissi nefnilega mætavel, að án hennar hefði hann aldrei orðið neitt. Og einu
sinni kvað hann svo fast að orði, er hann varð fyrir almennu ámæli vegna aftök-
unnar og réttarmorðsins á hertoganum af DEnghien: Eg er franska byltingin!
Þótt þetta sé í skaphita sagt, ‘hefur Napóleon sennilega aldrei túlkað sjálfan sig
og sögulegt hlutverk sitt með meiri sannindum.
Persónuleiki hans var haldinn miklum þversögnum: kaldrifjaður raunsæis-
maður í leik stjórnmálanna að jafnaði, stundum rómantískur sveimhugi, sem ætl-
aði sér ekkert ómáttugt og félck þá ekki gert sér grein fyrir ofureflinu. Hann
var gæddur óvenjulegum skilningi á flóknum vandamálum, en gat verið sljór
andspænis einföldustu staðreyndum. Elann lék af list á alla strengi stoltrar og
sjálfsvísrar þjóðar, en skildi ekki þjóðemiskennd annarra, þótt hún birtist honum
með ærið áþreifanlegum hætti, svo sem á Spáni, svo að eitthvað sé nefnt. Hann
fyrirleit af hjartans grunni þá menn, er hann kallaði „ideologa", hugmyndafræð-