Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 28
26
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
ANDVARl
Aðstæður voru þannig, vegna tilkomu verkalýðsfélaganna, að það var
tiltölulega auðvelt verk að koma Alþýðuflokknum á laggirnar. Hitt var
miklu örðugra að koma upp stórum frjálslyndum flokki, sem ætti megin-
fylgi sitt í sveitunum. Fyrir var að vísu flokkur þingbænda, sem kallaði
sig Bændaflokk, en Jónas taldi bann bæði óráðinn og ótryggan. Hug-
mynd Jónasar var miklu fremur sú að byggja upp þennan nýja flokk í
meiri eða minni tengslum við þær félagsmálahreyfingar, sem þá voru einna
áhrifamestar víðast í sveitum, ungmennafélagshreyfinguna og samvinnu-
félagsskapinn. Sjálfur var Jónas aðalleiðtogi ungmennafélaganna og átti
þar því bægt um vik.
Jónas og nánustu samherjar hans töldu blaðstofnun fyrsta skrefið til
slíkrar flokksmyndunar. Nýr flokkur gæti eklci dafnað, nema hann stydd-
ist við gott og útbreitt blað. Strax á árinu 1915 var hafizt handa um
stofnun Tímans, m. a. með loforðum um fjárframlög, en blaðið bóf ekki
göngu sína fyrr en í nóvember 1917. Þá var raunar búið að stofna binn
nýja flokk, enda réðu ýmis óvænt atvik því, að stofnun bans bar fyrr að
böndum en Jónas og samherjar hans höfðu ráðgert.
Framar öðru voru það landskjörskosningarnar 1916, sem urðu til aS
hraða þessari þróun. Vegna deilu, sem reis á þinginu 1915 og m. a. snerti
bændur sérstaklega, ákvað Bændaflokkurinn á Alþingi að hafa sérstakan
lista í framboði við landskjörskosningarnar 1916. Jónas og félagar hans
töldu Bændaflokkinn of sundurlausan og óráðinn og kusu því ekki að
blanda blóði við bann. Hins vegar voru þeir ekki undir það búnir að stofna
nýjan flokk fyrir kosningarnar. ÞaS var undir þessum kringumstæðum,
sem þeir Jónas og Gestur Einarsson á Hæli, sem var óvenjulega ötull for-
ustumaður, tóku að bera ráð sín saman og urðu sammála um að gangast
fyrir óbáSum bændalista. Framkvæmdin skyldi verða mest í böndum Gests,
en Jónas veita þann stuðning, er bann gæti, án þess að koma verulega fram
opinberlega. Jónas var þá enn ekki ráðinn í því aS gerast pólitískur flokks-
foringi, heldur vildi fyrst og fremst eiga þátt í því að koma á nýrri flokka-
skipun. ÞaS var enn ætlun bans að helga uppeldis- og skólamálum rnegin-
starf sitt. Gestur bóf í framhaldi af þessu útgáfu blaðs, SuSurlands, og
bafði siðan forustu um, að boðaður var fundur að Þjórsártúni 19. janúar
1916 til undirbúnings landskjörskosninganna. Fundurinn var vel sóttur,
og var samþykkt einróma að efna til framboðs og ákveðið að ganga frá