Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 102
100
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Sighvatur undi illa heima. Hann gekk úti um dag og kvað:
Há þótti mér hlæja,
höll, of Nóreg allan,
fyrr vask kenndr á knörrum,
klif, meðan Áleifr lifði.
Nú þykki mér miklu,
mitt stríð es svá, hlíðir,
jöfurs hylli varðk alla,
óblíðari síðan.
Skáldið minnist sjóferða sinna með konungi og hversu honum þóttu hin háu,
höllu klif hlæja (við sér), meðan Ólafur lifði. En nú þykja honum hlíðir miklu
óblíðari síðan (konungur dó). Mitt stríð er svo, segir Sighvatur, hann hefur misst
alla konungshylli, fær ekki lengur notið hennar.
í Flateyjarbók (og víðar) er Sighvatur á leið sunnan eftir fall Ólafs konungs
látinn staldra við í Danmörku, og segir þar svo í 301. kapítula Ólafs sögu:
Nú fer Sighvatur sunnan, kemur í Danmörk, fer þá huldu höfði fyrir sakir
ríkis Knúts konungs, því að hann var grimmur öllum vinum Ölafs konungs.
Sighvatur kom til gistingar til eins ríks bónda og duldist. En það höfðu menn
til skemmtanar um kveldið, þeir sem fyrir voru, að menn ræddu um skáldskap
manna, og varð svo í þeirra tölu, að þeir ámæltu Sighvati um kveðskap sinn og
töldu, að hann hefði margt rangt ort. Þá kvað Sighvatur vísu þessa (Þessar síð-
ustu setningar eru orðaðar svo í Bæjarbók: Sighvatur kom eitt kveld síð til eins
bónda og duldist. En það var haft að skemmtan um kveldið, að talað var til
skáldskapar manna, og fann Sighvatur það í orðum manna, að þeir löstuðu
skáldskap lians. Þá varð Sighvati vísa á munni):
Munu þeirs mestar skynjar
munvágs Dáins kunna
síðr at Sighvats hróðri
svinns braglöstu finna.
Sik vill hverr, es hnekkir,
haldorðr boði skjaldar
éls, þvís allir mæla,
iflaust gera at fifli.
í vísu þessari er einn veigamikill lesháttur fenginn úr Bæjarbók: mestar
skynjar í stað mest um skynja í Flateyjarbók. Þá er farið að dæmi Konráðs Gísla-
sonar (Nj. II, 399), er hann breytti munn vigdrs (í Tómassk. mun vígs) í mun-