Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 212
210
SIGURGEIR FRIÐRIKSSON
ANDVARI
maður vildi. Þótt þið hafið nú 6—7 nýbýli eða þar urn bil í S.-Þ., mun standa
tæpt, að þeim fjölgi urn eitt á ári. Með einu dagsverki á ári frá bverjum U. M.-
félaga gætuð þið veitt þá hjálp, sem úrslitum réði um, að hægt yrði að byggja
tvö á ári í staðinn fyrir eitt, — seinna þrjú á ári. Aðrar sýslur koma á eftir. J. J.
kemur frarn Landnámssjóðnum einhvern tíma í einhverri mynd. Það verður e. k.
landnámshanki í sambandi við landnámssjóði ykkar i hverri sýslu eða sveit sem
útbú. Þá verður strax hægt að byggja 5—6 í hverri sýslu árlega, seinna eitt í hverri
sveit árlega. Þá fer að verða hægra urn vegi og samgöngur, síma, rafmagn og
félagsskap. Það er eins og þegar við vorum fyrst að slétta með reku fáeina fer-
faðrna og reikna út, að túnið yrði nokkuð slétt á hundrað árum. Það gekk fljót-
ara, þegar til kom.
Það er mögulegt að rækta landið án nýbýla, en með nýbýlum ræktið þið
jörðina miklu meira.
Ég læt J. J. um Landnámssjóðinn, en ég var um daginn að hugsa um Fram-
kvæmdasjóð handa íslandi til vega, brúa, áveitufyrirtækja, plöntubótatilrauna,
laxaklaks, rafveitu og annars þess, er beint og óbeint eykur verðmæti landsins
sjálfs — sveitanna. Tekjur sjóðsins eiga að vera 1% árlega af virðingarverði landa
og lóða í sveitum og kaupstöðum, og 3% árlega af þeirri verðhækkun landa og
lóða, sem verður eftir að sjóðurinn er stofnaður. Tillagan er nrjög ,,moderate“.
I flestum tilfellum hefir landeign hækkað í verði um ca. 25% í höndurn núver-
andi eigenda án tilverknaðar þeirra, svo að fáir þyrftu að kvarta um lækkun á
eign, sem þeir hefðu unnið fyrir, og verðhækkunarskatturinn er sá eini skattur,
sem engir geta fundið að nema braskarar. Ég hefi ekki skýrslur við hendina, en
tel víst, að tekjumar yrðu strax miklu meiri en nú er varið til þessara fyrirtækja,
og allt, sem gert yrði, yrði til að auka tekjurnar, svo að þetta yrði sjálfhreyfivél,
sem lyfti sveitunum með sívaxandi hraða. Framsókn á að fylgja þessu, af því það
eykur framfarir í landinu, og socialistar, af því það eykur sameign, og hvorir
tveggja af því það kemur í veg fyrir brask og útvegar landnemum ódýrara land.
Sveitirnar hljóta að verða með, af því að meiri hlutinn rnundi koma frá kaup-
stöðunum, en allt á að bjarga sveitunum, og svo væri sjálfsagt að afnema út-
flutningsgjald á kjöti o. fl. gjöld vegna þess að fé til fyrirtækja kæmi annarstaðar
frá. Verkamenn með, af því það eykur vinnu í sveitunum og minnkar strauminn
til kaupstaðanna. Ef kaupstöðunum þykir þetta ekki réttlátt, geta sveitirnar sagt,
að fólkið hafi llutt úr sveitunum í kaupstaðina, skapað með því verðgildi lóð-
anna, en rænt löndin verðgildi, og að kaupstaðirnir njóti góðs af framgangi sveit-
anna á ýmsan hátt, en sveitunum hafi yfirleitt stafað illt eitt af framgangi kaup-
staðanna. íhaldið verður auðvitað á móti, en þótt svolítið af lóðargjöldum yrði