Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 33
ANDVARI
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU
31
innar, sem mestur styr stendur um, og lrélzt þaS síðan um tveggja ára-
tuga skeiS. Mestur var þessi styr þó á þeim árum, þegar Jónas var ráS-
herra, enda beitti Jónas sér þá fyrir margháttuSum hreytingum og nýjung-
um, mörgum sjálfsögSum, en öSrum umdeilanlegum, og lét sér þaS ekki
fyrir brjósti brenna, þótt hann aflaSi sér andstæSinga á þann hátt. A þess-
ari öld hefur ekki annar íslenzkur stjórnmálamaSur veriS umdeildari en
Jónas þá. Hann var á þeirn tírna eins konar hálfguS í augum margra samherja
sinna, en litlu betri en kölski sjálfur í augum hatrömustu andstæSinganna.
ÞjóSstjórnin, sem hafSi veriS mynduS í ársbyrjun 1917, leystist upp
eftir þingkosningarnar 1919. Meirihluti varS fyrir því í þinginu, aS Jón
Magnússon yrSi forsætisráSherra áfram, en hins vegar var mikill ágrein-
ingur um, hvaSa menn ættu aS vera í stjórn meS honum. Þingflokkur
Framsóknarflokksins tilnefndi Adagnús Kristjánsson, og naut hann ein-
dregins stuSnings Tímaklíkunnar, sem treysti á róttækar skoSanir hans í
verzlunarmálum. Jón Magnússon hafnaSi hins vegar Magnúsi sökum and-
stöSu annarra flokka gegn honum. Þingflokkur Framsóknarflokksins veitti
stjórn Jóns Magnússonar sarnt óbeinan stuSning, en Tíminn snerist eigi
aS síSur öndverSur gegn henni undir forustu þeirra Jónasar og Trvggva.
Þessi andstaSa Tírnans átti mikinn þátt í því, aS stjórnin féll á þinginu
1922 og SigurSur Eggerz myndaSi stjórn meS stuSningi Framsóknarflokks-
ins. Jónas mun hafa unniS manna mest aS því aS tjaldabaki, aS sú stjórn
komst á laggirnar.
Jónas Jónsson var nú orSinn svo mikilvirkur á stjórnmálasviSinu, aS
flokksbræSrum hans þótti ekki lengur sæma, aS hann væri utan þings.
Fyrir landskjörskosningarnar 1922 efndi miSstjórn Framsóknarflokksins til
sérstaks prófkjörs meSal fylgismanna flokksins um land allt. Urslitin urSu
þau, aS þeir Jónas og Hallgrímur Kristinsson fengu langflest atkvæSi.
Samkvæmt þessum úrslitum skipaSi miSstjórnin Jónas í efsta sætiS á fram-
boSslista flokksins, en Hallgrím í annaS. Listinn var borinn undir þing-
flokkinn, og var þar nokkur andstaSa gegn Jónasi. StafaSi hún mest af
því, aS Sigurjón FriSjónsson, er kom á þing sem varamaSur Hannesar
Hafsteins, hafSi gengiS í Framsóknarflokkinn og vildi vera í kjöri fyrir
hann. NiSurstaSan varS sú, aS þingflokkurinn staSfesti listann, en nokkrir
þingmenn sátu þó hjá viS atkvæSagreiSsluna.
Úrslitin í landskjörskosningunum 1922 urSu þau, aS Framsóknarflokk-