Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 211
ANDVARI
BRÉF FRÁ AMERÍKU
209
að mestu leyti misskilningur, en það getur verið menntandi fyrir unglingana að
reyna að búa eitthvað út. Þá er ekki lítið, sem bókasöfnin gera hér fyrir söng-
listina, og ætti það að vinna móti jass-inum, en virðist ekki duga til. Óljósa hug-
mynd hafði ég um það, áður en hingað kom, hver hjálparhella bókasöfnin eru
ýmiss konar viðskiptum innan lands og þó einkum við útlönd, auk þess sem þau
eru almenn upplýsingastofa, sem ég vissi reyndar vel, en sá lítil merki til í
Kaupmannahöfn. Spítalabókasöfn eru yfirleitt miklu nauðsynlegri en meðul í
spítölum. Þurfa helzt að vera sérstök tegund, en gætu verið liður í kerfi eða í
sambandi við kerfi. Fyrir blinda höfum við ekkert gert heima. Það er ekki hægt
á sama hátt og hér, en það er hægt samt. Bóluiskipti við amerísk bókasöfn gætum
við ef til vill haft með góðum árangri, einkum ef við hefðum beinar samgöngur
milli. Hn það eru ekki 7—10 þættir bókasafnastarfsins, heldur 70, sem þarf að
reyna heima, ekki eins og hér, heldur öðruvísi og helzt betri. Ekki veit ég, hvort
ég verð bókavörður, þegar ég kem heim, en ég hefi það líklega ekki í hjáverkum.
Svo er hugsanlegt, að mér finnist flest vitlaust, þegar ég kem heim, sem mér
hefir dottið í hug hér. Mér hættir til að finnast það vitlaust, sem mér hefir áður
dottið í hug. Veit þó, að aðrir muni finna það betur. Eg reyndi að skrifa Guðna
Ben. fyrst eftir að ég fór í flækinginn. Það var eintóm vitleysa, sem hann svarar
ekki.
Sum tímarit eru hér sæmileg, jafnvel frjálslynd. Við þyrftum að fá eitthvað
af þeim heim og mættum taka þau til fyrirmyndar að einhverju leyti. Fræði-
bækur eru sumar góðar, þó engin alfræðibók svo, að ég hafi verulega ágirnd á
henni. Bezt að geyma sér að tala um skáldritin. Ljóðskáld hefi ég hitt á borð við
Davíð og Jakob Thorarensen, en ekki öllu betri (nútíðar-). Sagnaskáld eiga þeir
líklega betri en við. Þó skilst mér helzt, að sú mikið umtalaða (og sumstaðar
bannaða) nýjasta skáldsaga eftir þann fræga Sinclair Lewis (Elmer Gantry) sé
ekkert annað en amerísk Glæsimennska. Upton Sinclair segir ýmislegt gott, en
hann er meira socialisti en skáld. Flann er átrúnaðargoð sumra socialista. Þeir
segja, að búið væri að drepa hann fyrir löngu, ef auðvaldið þyrði. En til dæmis
um veldi socialista má geta þess, að Sinclair bauð sig fram sem ríkisstjóri hér í
Californíu í vetur og fékk 2*/2% af greiddum atkvæðum.
Eg las í Tímanum rétt núna um landnámshugsjón ykkar og efa ekki, að fram-
kvæmd verður látin fylgja. Með því bjargið þið ungmennafélagsskapnum, gefið
honum þýðingu og þrótt, bjargið nýbýlamálinu. Stærsta málinu, sem nú er á dag-
skrá heima, og skipið Þingeyingum þar i röð, sem þeir eiga að standa. Maður
gæti séð eftir, að byrjað var á landnámsfélagsskap í Reykjavík, hefðu það ekki
verið Þingeyingar, sem fyrir því gengust. Eg skammast mín fyrir að sitja hér, þar
sem maður fær ekki að „moka skít“ fyrir aðra eins hugsjón einn dag á ári, þótt
14