Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 118
116
JÖRGEN BUKDAHL
ANDVARl
Á Austurvelli.
Vigfús Sigurgeirsson Ijóstnyndari tók þessa og aðrar myndir greinarinnar.
mynd. Bílar, bílar og iðandi götulíf, nýbyggingar í útliverfum, stórt þjóðleikhús,
nýr báskóli, fallegt þjóðminjasafn. Fyrsta kvöldið geng ég yfir torgið fyrir framan
alþingishúsið og dómkirkjuna. Þar stendur stytta af Jóni Sigurðssyni, manninum
að baki þessa alls. Hann var fullhugi og mannasættir, en umfram allt skarp-
skyggn stjórnmálamaður, sem hrapaði ekki að neinu, á hverju sem gekk, og hélt
sig ávallt innan þess, sem við nefnum framkvæmanlega stefnu. Flann sótti fram
skref fyrir skref með þolinmæði og lipurð; skyldi nokkur þjóð hafa átt annan
eins foringja? Framsýni einkenndi störf hans í smæstu atriðum. Jón Sigurðsson
var nefndur „óskabarn íslands, sómi þess, sverð og skjöldur". Hann andaðist
árið 1879, en þá hafði hann búið í haginn fyrir 1918 og 1944. Útlínur stytt-
unnar birtast mér í daufu stjömuskini. Fyrsta heimsókn mín hlaut að vera á
fund hans, sem fól í sér fortíð og nútíð í senn. Fáir þekktu dýrgripina, sem
Árnasafn geymdi innan veggja, jafn vel og Jón Sigurðsson. Hann vakti þá af
blundi, vann sjálfur að því að rjúfa þögn bókfellsins, skráði og flokkaði hand-
ritin og liélt því næst til Stokkhólms og kom reglu á hlutina þar. Fáir voru hans
líkar, mannsins, sem lagði grundvöll að nýrri frelsistíð Islendinga, nákunnugur
gullöld þeirra. ... Ég gekk niður að höfninni, þangað sem Ingólfsstyttan snýr