Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 136
134
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
fjöldanum til voru franskir smábændur í sjálfseign í yfirgnæfandi meirihluta og
urðu 'flestir að taka land á leigu 'hjá stórjarðeigendum. í stað hinna persónulegu
tengsla landsdrottins og hónda í hinu lénska skipulagi var komin landskuldin,
greidd í reiðufé, samkvæmt lögmálum hins kapítalíska þjóðfélags. Hið borgara-
lega inntak hinnar miklu frönsku byltingar birtist einna skýrast í iþessu efni:
lagalegu jafnrétti stéttanna og efnahagslegu ójafnræði þeirra. Franska byltingin
skapaði mesta og bitrasta vopn sitt, þar sem var landher hennar. Þar tók hún þó
við nöturlegu búi. Af 9 þúsund liðsforingjum voru aðeins 3000 éftir í stöðum
sínum, þegar byltingarstyrjaldirnar bófust 1792, hinir höfðu flúið eða sagt sig
úr herþjónustu. Hinir nýju herforingjar byltingarinnar feta sig flestir upp met-
orðastiga hersins fyrir eigið afl og framgöngu, margir af lágum stigum. Svo er
um herforingja eins og Hoohe, Augereau, Jourdan, Murat, Masséna — og Napó-
leon, sem er glæsilegastur þeirra allra. Þessir menn eiga byltingunni bókstaflega
allt að þakka. Skömrnu fyrir byltingu hafði liðsforingjastöðum í franska hernum
verið lokað öllum nema þeim, sem voru aðalbornir í þrjá ættliði. I stórskotaliðs-
sveitunum var þó gerð nokkur undantekning á þessu, og vildi það Napóleon til
happs. í borgaralegu bugmyndalífi var persónulegur frami, metnaðurinn að hefj-
ast af lágum stigum til metorða og valda, ein hin ríkasta taug, og iþegar byltingin
hafði hafið jafnréttið til hásætis, var framavegurinn hvergi vænlegri en í hernum,
þar sem hver óbreyttur liermaður bar marskálksstafinn í bakpoka sínum. Þessir
hershöfðingjar frönsku byltingarinnar voru flestir ungir menn milli tvítugs og
þrítugs, yngstir stéttarbræðra sinna í allri álfunni. Undir forustu þeirra flutti
franski herinn byltinguna úr landi. Hinir ævintýralegu sigrar franska hersins á
árunum 1794—1800 bættu ekki aðeins nýjum löndum og landsvæðum við Frakk-
land, heldur vora stofnuð svokölluð systralýðveldi í námunda við frönsku landa-
mærin. Flin þýzku héruð vestan Rínar voru innlimuð Frakklandi, og Belgía fór
á sömu lund. Holland var gert að Batavíska lýðveldinu, Sviss að Helvetíska lýð-
veldinu, Langbarðaland og lilutar af Venezíu og Páfaríkinu hlutu nafnið Cisalp-
ínska lýðveldið, og enn var stofnað Lígúríska lýðveldið, er tók yfir Genúa og norð-
vesturströnd Ítalíu. í öllum þeim löndum og landshlutum, sem franski herinn
innlimaði Frakklandi eða gerði að lýðveldum, var lögstéttaskipulagið afnumið,
nýtt réttarfar sett að frönskum hætti, bændaánauð afnumin og lénskvöðum af-
létt. Jafnréttisboðorð frönsku byltingarinnar er hvarvetna lögfest. Kirkjueignir
eru teknar eignamámi og seldar, tíund afnumin. Stjórnarskrár eru samþykktar,
venjulega að fyrirmynd þess franska stjórnarfars, er ríkti á forstjóratímibilinu.
Talið er, að af 29 stjórnarskrám, sem samþykktar vom í Evrópu utan Frakklands
á ámnum 1791 — 1802, hatfi 26 verið gerðar að franskri íhlutun. Franska byltingin
skapar þannig borgaralegt þjóðfélag í sinni mynd í þeirn ríkjum, er næst henni