Andvari - 01.01.1970, Blaðsíða 190
188
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVAM
Og bragfræðilega er vísuorðið lýtalaust. Þó mun óhætt að fullyrða, að rannsókn
á vísuorðinu einangmðu gæti aldrei leitt til lausnar. Líta verður á það utan frá,
ef svo mætti að orði kveða. I næstu vísu á undan segir Sigurður til nafns, og í
umræddri vísu ávarpar Fáfnir deyjandi sinn banamann: inn fráneygi sveinn. Er
„aborNo sciór asceiþ" nokkuð annað en nánara ávarp, nafn Sigurðar fólgið?
á bornu. Sögnin að bera merkir m. a. að fæða, ala og er ekki sízt notuð um
kýr. Lýsingarhátturinn borit gæti því staðið sem sérstætt lýsingarorð og þýtt: hið
borna eða kálf. En livað er „á kálfi“, sem hér gæti átt við? Því er fljótsvarað:
sig, en svo nefnist 'slefa úr kálfi’ (orðab. Árna Böðvarssonar: sig 5. Sjá enn
fremur orðab. Sigfúsar Blöndals: sig 4.). Að vlsu kemur sig ekki fyrir í þessari
merkingu í fornu riti beinlínis, en fjarri fer, að öll orð í öllum merkingum hafi
komizt á bókfell. Orðið eða orðshlutinn, sem leynist í forsetningarliðnum á bornu,
og merking orðsins sig (það, er sígur. Sbr. sig á hurð.) virðist hvort tveggja svo
ljóst, að hvomgt skal hér rökstutt nánar.
skjár á skeið. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (II, 551, Leipzig 1864) segir svo
í kafla unr fyrirburði: „Ef hrafn situr á þekju yfir sjúkum manni, og krúnkar
mjög, eða heggur í þekjuna, þá er hinn sjúki maður feigur." Nú er skjór fugl af
ætt hrafna (pica pica), en skeið gæti sem bezt verið vindskeið, önnur þeirra fjala,
sem negldar voru á bæjarhurst, þar sem mættust gafl og þekja. Er ekki annað að
sjá en skjór á skeið sé ígildi „hrafns á þekju",1) en þar væri komið auðskilið tákn
feigðar, örlaga, dauða, sem allt hét einu nafni á máli skáldanna: urðr.
Niðurstaða í stuttu máli:
á bornu, skjór á skeið.
borit: hið boma, hér: kálfur,
á kálfi, þ. e. eitthvað, sem er á kálfi: sig (það, er sígur úr munni kálfs, slefa);
skjór: fugl af hrafnaætt,
á, forsetning,
skeið: vindskeið,
skjór á skeið = hrafn á þekju: urðr eða urður (feigð, örlög, dauði);
sig, urðr = Sigurðr (ávarpsliður).
1) I ritinu „Ur fylgsnum fvrri aldar“ eftir Friðrik Eggerz, fyrra bindi, 432.-3B. bls. (Reykja-
vík 1950), segir frá því, að Guðrún Jónsdóttir, vinnukona á Ballará, hafi vorið 1820 róið í Dritvík
með Einari formanni Pálssyni í Fagurey og hafi hún drukknað „með öðrum hans hásetum ásamt
honum í fyrsta róðri 17. apríl, og var hún grafin í Lóni. En það þótti undarlegt, að snemma
morguns þess 18. apríl, áður fólk var risið, kom hrafn á strompinn á svefnlofti hjónanna að
Ballará, teygði hausinn niður í strompinn og argaði þar langan tíma. Friðrik Eggerz, er þá var á
átjánda ári, hljóp úr rúmi sínu, leit upp í strompinn og sá, að hrafninn stóð á vængjahnúunum
og teygði hálsinn inn, argaði, og sást upp í rautt ginið. Ekkert var hann hrekkjaður, og aldrei
hafði hrafn gert hetta eftir eða áður.“